Hlín - 01.01.1939, Page 49
Hlín
47
aftur, hvíla sig eftir borðun, drekka svo kaffið saman.
Sumir fara að því loknu eittihvað út, aðrir taka bók í
hönd, því vinna má ekki.
Dagurinn verður á þennan hátt til hressingar og end-
urnæringar fyrir líkama og sál, sannarlegur hvíldar-
og helgidagur, sem veitir styrk í stríðinu vikuna, sem í
hönd fer. — Síðar meir hvarflar hugurinn oft í endur-
minningunni til helgidaganna á heimilinu góða, og
stillir strengi hjartans til fjálgleika og friðar.
Að halda sunnudaginn helgan á þennan hátt eða
líkan var til skamms tíma almenn regla hjá háum og
lágum í nágrannalöndum okkar. — Að nota sunnudag-
inn þannig sem hvíldar- og helgidag var ekki eingöngu
alment meðal trúaðra manna eða kirkjulega sinnaðra,
þó undan þeirra rifjum hafi siðurinn eflaust verið
runninn, heldur einnig meðal þeirra manna, sem enga
trú játuðu, og þótti alt kirkjulegt kreddur einar.
Engu að síður kunnu þeir að meta þau þægindi, sem
helgihald þetta hefur í för með sjer fyrir líkama og
sál. Og aðeins fáir menn höfðu gaman af að bjóða al-
mennngsálitinu byrginn hvað þetta atriði snerti.
Halldóra BjarnadótUr.
Uppeldismál.
Heimilisfræósla — Heimilisrækní.
VIÐTAL VIÐ KVENNASKÓLASTÚLKUR.*
Það er ætlast til þess, að þið lærið bæði margt og mik-
ið þann tíma, sem þið dveljið hjer í skólanum við nám,
stúlkur mínar. — Oft heyrir maður svo til orða tekið:
*) Á ferðum mínuni um landið hef jeg oft heimsótt kvennaskól-
ana og jafnan flutt þar nokkur erindi. H. B
L