Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 56
54
Hlín
og hönd á margan veg. Böm og unglingar verða fljótt
fyrir áhrifum á hvorn veginn sem er. — Því miður
heyrir maður oft verklegum störfum hallmælt og það
í áheyrn unglinga: „Jeg hata heyvinnu og tóvinnu!
heyrist stundum sagt. — Þetta eru ófyrirgefanlega
kærulaus orð. — (Þá má nærri geta hvaða útreið slát-
urstörf, garðavinna og túnávinsla fær!). — Þetta og
annað eins festir rætur hjá þeim ungu. — Nei, glaður
og reifur skyldi hver sá vera, sem ætlar sjer að vinna
gæði úr skauti jarðar, eða hver sem vinnan er, hvort
heldur er í sveit eða bæ.*)
íslenskar mæður verða að læra að meta sín verk og
sína fræðslu til jafns við skólana, því sannarlega er
hún ekki minna virði. Þær verða sjálfar að bera virð-
ingu fyrir vinnubrögðum sínum og hafa trú á þeim,
þá læra börn og unglingar líka að virða störfin. — Það
er ekki fátítt, því miður, að foreldrar eru svo grunn-
hyggin að láta niðrandi orð falla í áheyrn barna sinna
um hin líkamlegu, erfiðu störfin, og kalla þau þrældóm
og öðrum illum nöfnum, og vilja alt annað fremur fyr-
ir börn sín kjósa. — En þarf ekki allsstaðar mikið á
sig að leggja, ef maður á að lifa heiðarlegu, sjálfstæðu
lífi? Allir foreldrar þurfa að kveða niður þann óholla
hugsunarhátt og aldaranda, bæði hjá sjálfum sjer og
bömum sínum, sem lítilsvirðir heimilin og heimilis-
verkin. Sá hugsunarháttur hefur leitt ótrúlega margt
skynsamt fólk í gönur.
Jeg hef nú þá trú á íslensku heimilunum, að þau geti,
*) Kauptúnin eru öll, hvert einasta á landi hjer, farin að stunda
búskap og garðrækt, sem betur fer, og það mörg í stórum
stíl. — Sveitafólkið, sem flyst til smábæjanna, býr búi sínu
nokkuð iíkt og það gerði í sveitinni sinni, þó í smærri stil sje.
— Það hefur gripi og garða. Það er unnið á, pælt og heyjað,
og jafnvel unnin sú ull, sem til fellur.