Hlín - 01.01.1939, Side 57
Hlín
55
allflest, veitt ungum stúlkum, 16—20 ára, það próf, sem
stungið hefur verið upp á að þær hefðu allar, til þess
að vera gjatdgengar í vistir, og svo til undirbúnings
fyrir skólana.*)
Gaman væri það, að hin íslenska heimilismenning
gæti enn á ný borið þann ávöxt, og útrýmt og að engu
gert þann ökaðlega hugsunarhátt, að ekkert sje af heim-
ilunurn að læra. — Húsfreyjurnar íslensku geta þetta,
ef þær vilja, og ef þær hafa skýr og góð fyrirmæli í
höndum til að fara eftir. — Og ungu stúlkurnar geta
það líka, ef þær vilja þiggja fræðsluna.
Prófin ættu að vera kostuð af því opinbera og til
þeirra vandað að öllu leyti, svo sem auðið væri. —
Þessi fræðsla yrði ódýr fyrir ríkið, og þess þarf með.
Hún gæfi heimilunum heilbrigðan metnað í aðra hönd
og þess þarf líka með.
HaillcLóra Bjarnadóttir.
Kristindómsmál.
! sálarþroska svanna
býr sigur kynslóðanna ....
Aí. ].
Líklega er ekkert viðfangsefni jafn erfitt að átta sig
á og skynja rjett sem aðköst hins hraðfleyga framhjá-
farandi tíma. — Við lifum á stórfeldum tímamótum,
breytingarnar eru örar og óðfluga og snerta svo að
segja öll svið þjóðlífsins alt frá stjórnmálum, atvinnu-
og mentamálum og inn á sjálft heimilislífið.
Ekki þarf að efa það, að margt af því er síðari tím-
ar hafa látið okkur í skaut falla, er gott og nytsamt. —
En „göróttur er drykkurinn", ekki verður því neitað.
*) Sbr. útvarpserindi frú Aðalbjargar Sigurðardóttur, s. 1. vetur.
L