Hlín - 01.01.1939, Page 66
64 Hlín
brotsmenn á ólgusjó lífsins einmitt af því þeir gáfust
upp.
Jeg minnist með hlýjum hug eins látins nemanda
míns: Oskar sál. Sigurjónsdóttur, hún var í mörgu fyr-
irmynd. — „Jeg skal reyna að gera betur“, var jafnan
viðkvæði hennar, þegar mjer þótti einhverju ábótavant
hjá henni. — Hana langaði mest til að vera öðrum til
yndis, hún tók líka miklum framförum, þrátt fyrir
meðalgáfur. Slíkt hugarfar er áreiðanlega gott vega-
nesti yfir á ókunna landið, hvort sem leiðin þangað
verður löng eða stutt.
Skáldkonan segir að barnið sje: Bjarminn upp af
vonum lífsins. — Kæru börn: Reynið að láta þær vonir
rætast, sem. ástvinir ykkar tengja við líf ykkar og
framtíð.
Að endingu þakka jeg ykkur, börnin góð, innilega
fyrir samveruna í vetur. Hún hefur veitt mjer margar
ánægjustundir. — Jeg renni líka þakklátum huga til
allra nemendanna, sem hjá mjer hafa verið þau 10 ár,
sem jeg hef kent hjer í sveit, og óska ykkur öllum
heilla og hamingju.
Guð gefi, að hvar sem leið ykkar liggur yfir lönd
eða höf, þá færið þið sjerhverjum sumar og sólskin að
gjöf. — Þá haldið þið áfram að vera „albjart vorið
næturlausa“, jafnvel þó haust og vetur ellinnar færist
yfir ykkur.
Anna HlöðverscLóttir.