Hlín - 01.01.1939, Page 67
Iilín
66
Heimilisiðnaður.
Ullariðnaður á íslandi.
(Grein þessi er skrifuð fyrir »Tímarit iðnaðarmanna«, en af þvi
það rif er í tiltölulega fárra manna höndum birtist það einnig
í »Hlín«).
Alt frá upphafi íslandsbygðar hefur tóvinna tíðkast
á landi hjer. Forfeður vorir höfðu með sjer fjárstofn-
inn og formæður vorar hafa ekki gleymt að stinga
niður hjá sjer rokk (snældu) og kömbum. Þær munu
líka hafa sjeð um að vefstóllinn yrði ekki skilinn eftir.
Við sjáum það bæði af Eddukvæðunum og af íslend-
ingasögunum, að þessi áhöld voru alment í notkun á
þessum tíma. „Rokkurinn“ var halasnældan og alt
spunnið úr lyppum. Kambarnir hafa eflaust verið hin-
ir svokölluðu togkambar, sem eru notaðir enn þann
dag ’ dag hjer á landi við fínni togvinnu. Vefstóllinn
hefir verið standvefstóll, eins og sá, sem er hjer á
Þjóðminjasafninu. Samskonar vefstólar eru mikið not-
aðir við allskonar útvefnað víða á Norðurlöndum.
Landsmenn klæddust allir íslenskum ullarfötum,
nema mestu skartmenn og konur, og aðalútflutningur-
inn var ullarvinna (vaðmál), voru landaurar alt fram
á þennan dag taldir í álnum. — Þess er aldrei getið að
ull hafi verið flutt út óunnin, nema feldir, loðskinn,
gærur.
Islenski fjárstofninn er enn í dag að mestu hinn
sami og forfeður vorir höfðu með sjer frá Noregi og
Vestureyjum. Ullin er gróf og hrokkin og geymir loft-
ið vel, er því með afbrigðum hlý. Togið er sjerstaklega
5