Hlín - 01.01.1939, Page 81
Hlín
79
og hagsmuna kvenna í hvívetna. — Þegar tillögur
nefndar þessarar verða sendar út um alt land til kven-
fjelaga og einstakra kvenna, er áríðandi, að þær verði
teknar til rækilegrar íhugunar, og síðan takist konum
að sýna þroska til fjelagslegrar samvinnu einnig á
þeim vettvangi.
Mjer er nær að halda, að ef oss tekst að hefja oss
yfir þras og dægurkrit og vinna saman í fullri samúð
og skilningi að verklegu störfunum með tilstyrk K. í.,
verði sú stofnun af öllum hugsandi mönnum talin þjóð-
þrifastofnun. — En það ber að gera og hitt eigi ógert
látið að gæta rjettinda konunnar. — Verum einnig þar
viðbúnar til samstarfs með fullum skilningi á því, sem
í húfi er.
Akranesi, 14. maí 1939.
Svava Þórletfsdóttir.
Til hvers er þessi eyðsla?
Ræða á pálmasunnudag, flutt af Ólafi Ólafssyni,
kristniboða.
Texti:
Og er hann var í Betaníu í húsi Símonar líkþráa og
sat yfir borðum, kom þar kona, hafði hún alabaksturs-
buðk með ómenguðum, dýrum nardus-smyrslum, og
hún braut alabaksturs-buðkinn og helti yfir höfuð
honum. En þar voru nokkurir, er gramdist þetta og
sögðu hver við annan: „Til hvers var verið að eyða
þannig smyrslunum? Því að þessi smyrsl hefði mátt
selja fyrir meira en þrjú hundruð denara og gefa fá-
tækum“. — Og þeir atyrtu hana. — En Jesús sagði:
„Látið hana í friði!“ (Mark. 14. 3.—9.).