Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 83
81
Hlín
var Kristur, Guðs sonur, hinn eini, sem Móse og spá-
mennirnir höfðu sagt, að Guð mundi senda í heiminn.
En um það sannfærðust lærisveinarnir ekki fyllilega
fyr en eftir upprisu hans frá dauðum á þriðja degi.
María var þannig á undan sínum tíma og varð, sakir
trúar sinnar á Frelsarann og kærleika til hans, fyrir
aðkasti jyrri en flestir hinna, sem trúðu þó á hann.
Kærleiksfórn hennar var frumgróði í ríki Krists, ilm-
andi og yndislegur eins og fyrsti vísir vorgróðursins. —
Hún gaf Jesú það, sem hún átti dýrmætast í eigu sinni,
gaf það skilyrðislaust og dró ekkert undan, — eins og
kærleikanum er líkt. — Frumgróðurinn er yndislegur,
en honum er hætta búin af vornepjunni. „Það voru
nokkurir, er gramdist þetta“, segir Markús. Er eins og
hann fyrirverði sig að segja, hverjir það voru, nefni-
lega lærisveinarnir sjálfir. — Hann fær sig ekki til að
segja frá því, ekki síst vegna þess, að það var Júdas
Iskaríot, sem hafði orð fyrir þeim. — „Hvers vegna
voru þessi smyrsl ekki seld fyrir 300 denara og gefin
fátækum“, hafði hann sagt með mikilli vandlætingu.
Honum fórst það, JúcLasi, sem Jesús kallaði eyðslu- eða
glötunar soninn, af því að hann hafði vanrækt helg-
ustu skyldur og látið dýrmætustu tækifæri lífs síns
ónotuð. Sólginn í tímanleg gæði hafði hann sóað öllu,
sem hefir varanlegt gildi, — eins og reyndar margir
aðrir, bæði fyr og síðar. Enda tekur Jóhannes það
fram, að þetta hafi hann ekki sagt af því, að honum
væri ant um fátæka. — Og þennan mann ljetu læri-
sveinarnir glepja sig. Og þennan mann hafa þeir sjer
til fordæmis, sem telja það eftir og sjá ofsjónum yfir
því, sem fórnað er til málefnis Jesú Krists. Það er
ástæða til að sjá eftir því, eða hitt þó heldur! — Sam-
bandsþjóð okkar íslendinga ver ein meiru fje árlega í
áfengiskaup en evangeliska kirkjan ver öll til kristni-
G