Hlín - 01.01.1939, Side 91
Hlín
89
Friðarmál.
Margir eru svo gerðir að þá fýsir meira að heyra um
það sem gott er og göfugt og það sem vel er gert en
um hitt, sem miður fer.
Það er mikið rætt og ritað um ófrið og ófriðarhorfur
meðal þjóðanna nú á dögum, en um hitt fer fáum sög-
um, sem gert er víðsvegar um heim til að efla frið og
samkomulag meðal þjóðanna. — Okkur fýsir að vita
sem mest um þetta starf, en það lætur lítið yfir sjer
og blöð og Utvarp halda meira á lofti frásögnum um
ófrið og erjur en um friðsamleg störf meðal þjóða,
meira um niðurrif en um uppbyggingu. — Margan
mundi t. d. fýsa að heyra eitthvað um endurreisnar-
starf á Spáni, en nú, síðan friður var saminn þar í
landi, er Spánn varla nefndur á nafn. — Svona er nú
þetta, en þó vita það allir, að á þessari öld, sem við
lifum á, og sem sumir kalla síðustu og verstu tíma,
eru unnin meiri og margvíslegri friðar- og kærleiks-
störf en nokkru sinni fyr í sögu mannkynsins. — Alt
kærleiks- og friðarstarf, hvar sem það er unnið, og
hver sem í hlut á, vinur eða óvinur, færir þjóðirnar
hverja nær annari, eyðir misskilningi, brúar djúpið,
sem skilur.
Þessi grein er skrifuð í því skyni að benda á fátt
eitt af því marga, sem gert hefur verið og gert er víðs-
vegar um lönd til að tryggja frið milli þjóða og gera
friðarhugsjónir ágætismanna að veruleika.
í Andesfjöllum Suður-Ameríku, á landamærum
Argentínu og Chile, er reist Kristslíkneski eitt mikið á
bröttum fjallvegi, einum hinum hæsta í heimi. Líkn-
eskið gnæfir hátt í skarðinu og ber við himin, og er
leiðarljós fyrir vegfarendur, sem um þennan hættu-
lega fjallveg fara, — Á fótstalli líkneskisins eru skráð