Hlín - 01.01.1939, Page 92
90
Hlín
þessi orð: „Aldrei skulu þessar bræðraþjóðir oftar lyfta
sverði hvor mót annari“. — Styttan er reist fyrir
áskoranir og áeggjan merkiskonu einnar, og er steypt
úr fallbyssukúlum frá ófriði milli þessara tveggja
þjóða.
Hinumegin á hinu mikla meginlandi Suður-Ameríku
(í Brasilíu), er mikil og vegleg Kriststytta reist á
fjallinu Cocovadó. Fjallið blasir við hvaðanæfa úr
borginni. — Á þessu fagra fjalli hefur höfuðstaður
Sambandsríkjanna: Rio Janerio, látið reisa risavaxið
Kristslíkneski. — Stendur Kristur með útbreiddan
faðminn og myndar líkneskið því feyknastóran kross.
Sjónarvottur segir svo frá: „Það er áhrifamikil og ein-
kennileg sjón að sjá líkneskið, sem um nætur er upp-
lýst með sterkum ljósum, bera við dimman næturhim-
ininn. — Friðarhöfðinginn talar sínu máli. — Við fót
styttunnar eru fallbyssukúlur frá ófriði fyrri tíða“.
I Norður-Ameríku er einnig margt gert til að vekja
og viðhalda friðarhugsjóninni meðal þjóðanna. — Fyrir
nokkrum árum bygðu Bandaríkin og Canada í samein-
ingu byggingu eina mikla (Friðar'bogann) á landamær-
um beggja ríkjanna, í Washington fylki við Kyrrahaf-
ið, nálægt smábænum Blaine, þar sem margir íslend-
ingar eru búsettir. — Friðarboginn var reistur til minn-
ingar um 100 ára frið milli ríkjanna og á hann letrað:
„Bræðraþjóðirnar heita því að grípa aldrei til vopna
hvor mót annari“. — Á öllum landamærum Banda-
ríkjanna og Candada (um 10000 km.) er ekki ein ein-
asta byssa eða aðrar hervarnir, og er hvergi í heimi
svo löng landamerkjalína án víggirðinga.
Árið 1932 var byrjað á Alþjóðafriðargarði á landa-
mærum Bandaríkjanna og Canada, er þessi garður í
miðju landi og liggur að nokkru leyti í Manitoba og að
nokkru í N.-Dakota, hann er um 3000 ekrur að stærð.
í miðjum garðinum er friðarvarða og á hana letruð