Hlín - 01.01.1939, Qupperneq 99
Hlín
97
ást á því góða og göfuga. — Svo langar mig til að þau
muni eftir mjer við hliðina á sjer hjer á sunnudags-
morgnana. — Þú trúir ekki hvað jeg hefi mikla ánægju
af þessu starfi, mjer finst jeg gleyma sjálfri mjer, öllu
mínu stríði, og þreytan hverfur. Mjer finst jeg vera
sæl, og svo rík, að jeg myndi ekki vilja skifta við
nokkra konu“. — Vissulega var þessari konu ljóst hvað
orð Guðs er dýrmætur fjársjóður og skildi hvað góður
jarðvegur þarf með. — Það þarf ást til málefnisins,
fórnfýsi, þolinmæði, samviskusemi og um fram alt trú
á hið góða.
Það er mikið gert af því að leita að dýrum málmum,
gulli og gersemum. Fjöldi af fólki grefur í iðrum jarð-
arinnar eftir því sem verðmætt er, og stundum er jafn-
vel farið ofan á hafsbotn, ef ske kynni að eitthvað væri
þar. — Þið megið ekki skilja orð mín svo, að jeg sje að
gera lítið úr vinnu fyrir daglegu brauði, en jeg álít
að við þurfum engu síður á brennandi áhuga að halda
á andlegu sviðunum. Mig langar að spyrja: Er eins
mikið lagt á sig í kristindómsmálum? — Er eins mikill
áhugi fyrir því háleita og góða? — Er eins vandlega
leitað að börnum, sem aldrei koma inn fyrir kirkjudyr?
Það er ekki tilgangur minn að benda á nýjar kenslu-
aðferðir, en mig langar til að minnast á eina tegund af
jarðvegi, sem ekki má vanrækja eða ganga fram hjá.
■— Það eru til feimin og óframfærin börn, sein að skilja
og fremur seintekin. — Þetta má laga, ef kennarinn er
þolinmóður, lipur, og um fram alt vingjarnlegur. —
Aftur eru sum börnin fljót að svara og læra það sem
þeim er sett fyrir á svipstundu. — En kennarinn má
ekki hafa meira dálæti á því barninu sem næmara er,
en reyna að vera jafngóður og alúðlegur við þau öll.
Þetta er stundum dálítið erfitt, en jeg hefi reynslu fyr-
ir því, að börnin sem dragast aftur úr, eru mjög við-
kvæm, og það er betra að fara varlega, svo þau missi
7