Hlín - 01.01.1939, Page 113
Hlín
111
Þetta gæti verið líkræða yfir öllum brúðkaupsveisl-
um, sem hjeldust hjer í 60 ár, en mega nú heita úr sög-
unni, því nú er svo auðvelt að ganga inn til sýslu-
manns, og engin þörf fyrir bænagerð eða ættingja-
fögnuð — bara brúðargjafir, — sem er fallegur siður.
Loðmundarfjörður.
Loðmundarfjörður er næsta sveit norðan við Seyðis-
fjörð á Austfjörðum. Það er lítil sveit, en mjög falleg
og að ýmsu leyti sjerkennileg. Hún er háum fjöllum
lukt á þrjá vegu, en heiðblátt hafið á fjórða veginn.
Fjörðurinn er stuttur og strönd hans hafnvond. Fjöllin
ógreið yfirferðar. Þetta gerir sveitina afskekta. — Inn
af fjarðarbotninum er undirlendi um 7 km. á lengd og
2 km. á breidd. Eftir því rennur Fjarðaráin ofur ró-
lega, með gróðursæla árbakka og silfurtæra sllungs-
hylji. — Út við sjóinn verður áin að stóru lóni í sjá-
varflóði, í þessu lóni er tilbúinn hólmi, 14X9 m. á
stærð, sem æðarfugl verpir í. Hólmann bjó til fyrir
nær 40 árum Baldviri Jóhannesson fyrrum hreppstjóri
í Stakkahlíð.
í norðurátt frá fjarðarbotni liggur dalur, er Hraun-
dalur heitir. Þar er landslag mjög sjerkennilegt og
ólíkt því sem er annarstaðar á Austurlandi. í dal þess-
um er steinrunnið trje, sá stærsti steingervingur, er
fundist hefur hjer á landi, mörg hundruð pund á
þyngd.
Fallegustu fjöllin eru Kallfell og Skælingur, með
reglulegum hamrabeltum og beinum línum, eins og alt