Hlín - 01.01.1939, Side 118
116
Hlin
djörfu manna og kvenna í heiðri, sem höfðu langsýni,
þroska, viljaþrek og þolgæði til athafna í sveitinni
sinni, að frjófga, næra, hjálpa og græða allar sannar
framfarir Loðmundarfjarðar. — Hafi fjelagar hug til að
stríða, fá þeir einnig kraft til að sigra.
Halldár Pálsson, Nesi, formaður.
Þurkhjallar.
(Eftir nor&lenska sveitakonu).
Ritstjóri „Hlínar“ hefur óskað eftir því að jeg ljeti
í ljós með nokkrum orðum álit mitt á nytsemd og þæg-
indum þurkhjalla til sveita og sjávar, og vil jeg gjarna
verða við þeirri ósk. — Það finst nú er til vill sumum
að það sje ekki þess virði að gera það að opinberu um-
ræðuefni, hvort til sjeu fleiri eða færri þurkhjallar á
landinu, en jeg hygg nú samt, að þeir, sem þannig
hugsa, geri sjer ekki ljóst, hvert ómetanlegt gagn og
hægðarauki þurkhjallar geta verið hverju heimili.
Jeg veit að víða er farið að þurka þvottinn inni,
* bæði á þurkloftum og í þvottahúsum. Það er auðvitað
mjög gott þar sem því verður við komið, en þeir þurk-
staðir geta aldrei komið í stað þurkhjalla nema að
nokkru leyti og skal jeg víkja að því síðar. — En áður
en jeg lýsi fyrir ykkur þeim þægindum, sem af þurk-
hjalli leiðir, vil jeg með nokkrum orðum sýna ykkur
fram á hvaða óþægindi og tjón það getur haft í för
með sjer að hafa hann ekki. — Jeg hef sjálf verið
þannig sett í lífinu, að mjer hefur. fundist mjer bera
skylda til að vinna þau verkin, sem mest riði á að
væru vel af hendi leyst, og eitt af þessum verkum tel