Hlín - 01.01.1939, Page 125
Hlín
123
leiknar. — Þegar jeg kom til baka, hitti jeg Hildi litlu
nokkru fyrir vestan símalínuna, augu hennar stóðu
full af tárum, og undir vanga sjer hjelt hún á ein-
hverju. — „Hvað ertu með barnið mitt?“ spurði jeg. —
„Það er lóa, sem á svo voðalega bágt, hún getur ekki
staðið, ekki einu sinni opnað augun sín“. — „Jeg skal
taka við henni og losa hana við þjáningarnar“, sagði
jeg. — Hildur vissi hvað jeg meinti og sagði: „Lofaðu
mjer að hafa hana, jeg ætla að lækna hana, mjer hlýt-
ur að takast það“. — Jeg skoðaði fuglinn, mjer sýndist
hann dauðans matur, jeg sagði ekkert, en fjekk litlu
stúlkunni lóuna lömuðu, vildi ekki slá svörtu striki yf-
ir líknarþrá og lífsvon barnsins. — "Við gengum þögul
heim. — Litla stúlkan mín dapurleg og hrygg í bragði,
með lóuna ungu, dauðvona við vanga sinn. — Barns-
sálin unga og viðkvæma, var harmi slegin vegna hins
nýskeða harmleiks, sem hún hafði verið sjónarvottur að
þarna úti á túngrundunum. — Jeg gekk við hlið henn-
ar — nokkuð rólegur — ekki uppnæmur fyrir þessum
atburði, en snortinn þó af næmleik og hjartahlýju
barnsins. — Og hvernig var nú þetta? — Einu sinni
var jeg lítill drengur, sem ekkert mátti aumt sjá, og
hjelt á dauðum fugli í hendinni og grjet yfir — en nú
hafði þetta dauðansáfelli, lamanir og sáraföll unglóu-
hópsins, lítil áhrif á mig. — Hvað hafði eiginlega skeð?
— Því var sál mín ekki lengur mild og viðkvæm fyrir
ástandi og afdrifum hins lamaða, líðandi lítilmagna?
Jeg get víst ekki svarað því til fulls, líklega hefur eitt-
hvert kuldahrím úr haustþokum og vetrarsvala lífsins
.sest um viðkvæmustu strengi sálar minnar. — Stund-
um fær hiti og sólhlýja barnssálarinnar þítt eitthvað
af þessu hrími, slegið ögn á kuldann, og því er það lík-
lega að jeg þrái ætíð samvist við saklaus börn. — Ann-
ars er þetta kannske dálítill útúrdúr. — Jeg og litla
stúlkan gengum til náða. Friður síðsumars-kvöldsrökk-