Hlín - 01.01.1939, Side 127
Hlín
125
ar og rómi. — „Og þú þorðir að vera hjer einsömul
niður á túni eftir að aldimt var orðið? Þú sem ert svo
ósköp myrkfælin“. — „Ja-há, jeg var nú samt ekkert
hrædd í gærkveldi, því jeg var að hugsa svo mikið um
blessaða litlu, veiku lóuna mína, og nú er jeg svo glöð,
því nú getur lóan litla haldið áfram flugi sínu til suð-
ursins, jeg veit að hún hefur hlakkað svo mikið til
þess langferðalags11. — Nú stóð jeg andspænis þeim
sannindum, þeim óhrekjandi veruleika — að vísu ekki
í fyrsta skifti á æfinni, — en sjaldan jafn skýrt talandi
sem nú, að hið hreina, viðkvæma barnshjarta ratar
löngum hina rjettu leið að marki mannúðar, mildi og
kærleika, og nú skildi jeg að rjettilega var sagt að
slíkum heyrði guðs ríki til, og mjer datt í hug það sem
Matthías Jochumsson sagði um barnssálina, hann seg-
ir: „Hver hefur til hlýtar lýst barnssálinni með morg-
undraumum sínum og miðdégisgleði? Eða hennar stór-
leik og næmleik, hamförum og hamaskiftum og dular-
fullri samúð við alt lifandi og dautt, stórt og smátt?
Nei, ekki dautt, því í augum hins unga er alt með
ódauðlegu lífi“. — Munum það, við hin eldri, að varð-
veita sem lengst í sálum okkar, þrátt fyrir kuldahregg
lífsáranna, einhvern svolítinn neista af viðkvæmni og
samúð barnshjartans-með öllu því sem lamað er, hrygt
eða sært hið ytra eða innra, verum fyrir fram vissir
um að geta þerrað tár, grætt hin blæðandi sár og glætt
hið slokknandi líf, og síst má okkur gleymast þetta í
sambúð og allri umgengni við þá smæstu af hinum
smáu, smælingjana mállausu, sem í kringum okkur lifa
og þjást, — Okkur getur ef til vill tekist ótrúlega vel
til eins og litlu stúlkunni, sem gleymdi myrkurgeig
sínum og hræðslu í dimmu haustnæturinnar, vegna
samúðarinnar með hinni líðandi og lömuðu heiðlóu. —
Hver veit líka nema þegar yfir um kemur í ódáins-
löndin, að illa staddri vogarskál velgiörða okkar og