Hlín - 01.01.1939, Page 130
128
Hlín
Þarna er ein ferskeytla í viðbót, nýlega send hingað
heim af íslenskri konu vestanhafs:
»Inn þótt blæði undin sár
enginn fær það kanna,
hefi jeg lært að hylja tár
og hlæja á fundum manna«. K.
Þessi vísuorð sýna hug margra landa okkar vestra
til ættlandsins í norðurhöfum:
Börn, sem fjærst þjer aldur ala,
unna þjer ei minst.
Unaðsbergmál bernskudala
í brjósti Iifir inst.
Enginn frónska fjallasali,
fossa, hólma, sker,
enginn maður Islands dali
elskar svo sem vjer.
Hugsjónir.
í hvert skifti, sem vjer hugsum upp aftur einhverja
hugsun, aukum vjer á styrkleika hennar. Þessvegna
ríður á að temja sjer aðeins göfugar hugsanir. Öll stað-
föst þrá eftir æðri hugsjónum og fullkomnari breytni
hefur þroskandi og bætandi áhrif á alt líf þitt og lyftir
því upp í æðra veldi. — „Sæll er sá, sem hungrar og
þyrstir eftir rjettlæti“. — Ef þú beitir sjálfan þig slík-
um aga, verður þú ætíð fær um að inna mikið af hendi,
og þjer tekst að útrýma öllu ósamræmi og óvild úr
huga þínum, sem truflar sálarrósemi þína, viljakraft
og hamingju. — Hugsjónir vorar móta skapeinkunn
vora og hafa ákaflega mikil áhrif á alla þróun vora. —
Þær óskir og vonir, sem vjer ölum með oss, setja fljótt
sjerstakt mót á alla framkomu vora.
Sweet Marden.