Hlín - 01.01.1939, Page 136
134
Hlín
Umferðakensla í vefnaði.
Kvennasamband Austurlands hefur seinustu 5 árin
haldið uppi leiðbeiningarstarfsemi í vefnaði með um-
ferðakenslu. Var þessi tilraun bygð á því, að vefn-
aðarnámsskeið, sem heimilisiðnaðarfjelög og kvenfje-
lagasambönd hafa gengist fyrir síðasta áratuginn,
hafa ekki borið þann árangur, sem vænst hafði verið.
Því það var aldrei nema lítill hluti stúlknanna, er
hjeldu áfram vefnaði. — Hinsvegar hafa þessir erfiðu
tímar síðastliðinna ára, hert mjög á kröfunum um
aukinn heimilisiðnað. Vildi Sambandið því nota sjer
þessa þörf til að koma áhugamáli sínu, almennri vefn—
aðarkunnáttu, í framkvæmd, en það varð best gert með
því að komast beint inn á heimilin og kenna fólkinu
sjálfu að festa upp vefi og koma vefnaði á stað.
Aðferð þessi hefur gefist vel. — Svona löguð vefn-
aðarkensla hefur farið fram í 6 sveitum á Sambands-
svæðinu og er vefnaður orðinn nokkuð almennur í
sumum þeim sveitum. — Vefnaðarkennarinn er nokkra
daga á hverjum bæ og hjálpar til að festa upp vefi og
kennir einhverjum á heimilinu að binda upp og nota
vefnaðarbók og uppskriftir. Venjulega fer kennarinn
tvær umferðir í hverri sveit. — Húsmæðurnar, sem
glegst þekkja þörfina á vefnaði, fá áhuga á starfinu og
láta börn og unglinga læra að vefa óbrotinn vefnað. —
Með þessu móti er ofið það sem heimilið þarfnast mest
og úr efni, er það getur í tje látið. - Virðist þessi starf-
semi víða hafa borið góðan árangur.
Sigrún P. Blöndal.
Skógrækt.
í skýrslum frá kven- og ungmennafjelögum heyrum
við þess oft getið, að reitir hafi verið umgirtir til skóg-
ræktar á hentugum stað í sveitinni eða í nánd við