Hlín - 01.01.1939, Page 140
138
Hlín
Þangmjöl.
Frá landnámstíð hefur sjávargróðurinn verið notað-
ur til skepnufóðurs. — Fjörubeitin hefur verið talin
sjerstök hlunnindi líkt og æðardúnstekja. — Kýrnar
hafa grætt sig, þegar þær hafa fengið Maríukjarna t. d.
— En öflun, og sjerstaklega geymsla, þangs og þara
hefur verið vandkvæðum bundin. — Út um allan heim
er vaknaður mikill áhugi fyrir sjávargróðrinum, ekki
einungis til skepnufóðurs heldur og til manneldis.
Nokkrir ungir menn hjer á landi hafa hafist handa
í þessu efni. Þeim hefur verið veitt sjerleyfi til nokk-
urra ára til þess að vinna fóðurmjöl úr þara og þangi.
— í fyrra voru framleiddar 130 smálestir af ágætu
mjöli, sem alt var selt hjer innanlands og notað með
öðru kjarnfóðri. Þessi tilraun hefur borið góðan ár-
angur, sjerstaklega er reynslan, sem fengist hefur á
Hvanneyri, Vífilsstöðum og Reykjum í Ölfusi mikils
verð. — Á þessum stöðum var þangmjöl notað að
miklu leyti í staðinn fyrir mais og rúg með síldarmjöli.
Þangið er skorið með fjöru á skerjum við Stokks-
eyrarland og flutt þaðan til Hveragerðis og þurkað
þar við hverahita á mjög skömmum tíma. Þar er það
svo malað og sekkjað. — Með þessari verkun haldast
öll hin ágætu fjörefni þangsins óskemd og það reynist
auðvelt að geyma það. — Öllum ber saman um, að
kýrnar verði fallegri útlits og fjörlegri við notkun
þess, kambur hænsnanna rauðari, að þau verpi meira
og eggjarauðan stækki og roðni. — Menn hafa þótst
taka eftir því, að fleiri ær verða tvílembdar, sem fóðr-
aðar eru á þessu mjöli. — Verð þangmjölsins er síst
hærra en annars kjarnfóðurs, miðað við fóðurgildi.
Þetta er mikilsvert mál, sem þjóðin öll þarf að gefa
gaum. — Heimilin ættu sem flest að prófa þangmjölið
til fóðurs og athuga rækilega áhrif þess. S,