Hlín - 01.01.1939, Page 143
Hlín
141
í hvert sinn, og hefir fjelagið alls varið til styrktar og
glaðnings sjúklingum rúmum 1200 krónum.
í tilefni af 30 ára afmæli fjelagsins nú í ár gaf það
1000 kr. til kaupa á Röntgentækjum við sjúkrahúsið á
Hvammstanga. — Vonast fjelagskonur til að þessi gjöf
muni flýta fyrir að tækin verði keypt. — Hin kven-
fjelögin í „Kvennabandinu“ hafa líka lofað styrk til
tækjanna, svo vonandi sjer sýslan sjer fært að koma
þessu þarfa máli í framkvæmd bráðlega. — Fjelagskon-
ur litu svo á, að með þessu móti yrðu meiri not af pen-
ingunum, en þó fjelagið ljeti af hendi smáupphæðir,
sem meir væri til glaðnings en styrktar þeim veiku.
(Vonandi getum við það eins og við höfum gert, þó
lítið verði). Lítillega hefur fjelagið látið til annarar
starfsemi: 140.00 kr. í Landsspítalasjóð íslands. — 80.00
kr. í Minningargjafasjóð Landsspítalans.
Þegar fjelagið gekk inn í „Kvennabandið" tók það
að vinna að »heimilisiðnaðarmálum og garðyrkju. —
Einn vetur hefur það haft vefnaðarkennara ásamt hin-
um fjelögunum. — Aðeins einu sinni hefur fjelagið
haft námsskeið fyrir unglinga hjer í sveitinni, og fanst
okkur erfitt að ná í kennara og slæmt um húspláss, en
nú eru Hjeraðsskólarnir farnir að auka handavinnu-
kensluna og hafa prjóna- og saumanámsskeið að vor-
inu. — Spunavjel keypti fjelagið 1926, og hefur verið
spunnið mikið fyrir fjelagskonur og fyrir utanfjelags-
fólk líka. — Nú er í ráði að kaupa sjer vefstól það
bráðasta.
Tvö sumur hefur fjelagið haft garðyrkjukonu í sam-
lögum við hin fjelögin, og vonum við að garðyrkjan
smáaukist hjá okkur, þó vorið í vor hafi verið kalt og
sólskinslítið, þá verði næsta vor hlýrra og bjartara.
J, J.
Skrifað sumarið 1938.