Hlín - 01.01.1939, Qupperneq 151
Hlín 149
fatnað til heimilisins, bæði karla- og kvennafatnað. Svo prjónar
einn drengurinn minn alt á prjónávjel, sem jeg þarf.
Unnur Kristinsdóttir, Núpi í Dýrafirdi skrifar: — Hvað ætli
jeg geti sagt yður um heimavinnu okkar hjer í Mýrahreppi! Við
reynum að vinna það sem við getum fyrir heimilin, lítið til sölu,
en heimilin þurfa nú sitt. Það er mikils virði að geta unnið upp á
sig og sína, Jpví þá fyrst eru möguleikar til að geta lifað frjálsu
líf. — Hólmfríður systir vefur þó nokkuð og selur. Nti er hún að
vefa langan treflavef og áður óf hún góifdreglavef, bæði úr bandi
og tuskum, voru þeir mjög fallegir. — Hún vinnur einnig mikið
úr skinnum. — Maðurinn minn, sern er kennari lijer við skólann,
hefur búið út spólurokk, sem gengur fyrir rafmagni, ntjög einfalt
verkfæri, en spólar bæði fljótt og vel.
Úr Skaftártungu er skrifað: — Kristín Sigurðadóttir á Búlandi
vann að öllu Ieyti endurgjaldslaust fyrir fjelagið altárisklæði, sem
Grafarkirkju var gefið, var það ofið eftir teikningu Tryggva
Magnússonar, málara. — Fyrir nokkru var byrjað á að gróður-
setja trjáplöntur í kirkjugarðinn hjer í sókninni, bæði reyni og
birki, einnig var nokkuð af blómplöntum sett á nókk'ur leiði í
garðinum. Vonuni við að þetta beri þann árangur, sem ætlast var
til. — Við höfum gengið í Samband sunnlenskra kvenna, tókum
við þá ákvörðun meðal annars til þess, að kenslukonur okkar,
sem hafa fengið litla þóknun, hefðu betri kjör ef unt væri.
Heimilisiðnaðarfjelag Islands, Reykjavík, annaðist s. 1. vetur
um saumanámsskeið í Reykjavik, en bærinn kostar þau að öllu
Ieyti (eitt af þeim fáu málum, sem allir flokkar í bæjarstjórn
veita einhuga fylgi). Nemendur voru frá 14—50 ára. — Stutt
námsskeið (20 kvöld) voru haldin, 4 fyrir jól og 4 eftir. Reglan
að liúsmæður sitji fyrir. Helmingi fleiri sóttu en komust að. —
Tveggja mánaða námsskeið, eitt fyrir jól og tvö eftir, voru hald-
in fyrir ungay stúlkur, 4 stundir á dag. Alls sóttu 260 konur
kenslu á námsskeiðunum. — Kennarar vorn 4 og hverjum ætlaðir
10 nemendur. — Fjelagið styrkti handaviniumámsskeið í nær-
liggjandi sveitum og kauptúnum. — Fjelagið útvegar vefjarefni
og áhöld um Iand alt.
Akureyri: — Uni 3000 pör af leistum hafa verið framleidd á
árinu og 124 handprjónaðar peysur.
Iðnfjelag Sauðárkróks, sem stendur fyrir franileiðslu grófu
háleistanna þar á staðnum, hefur s. I. ár greitt í vinnulaun fyrir
spuna, bandþvott og leistaprjón um 5000 krónur. Láta ntenn
mjög vel yfir þessari aukiui atvinnu á staðnum.
Frá Heimilisiðnaðarfjclagi Isafjarðar og nágrennis er skrifað: