Hlín - 01.01.1939, Page 162
8
Hlín
Á glerhála svellinu glæra
við glöð skulum renna okkur saman.
Við eigum frí í dag. — Við hjálpum mömmu fyrst,
og förum svo út á tjörn og fáum að vera lengi, lengi!
Það er ágætur skautaís, alveg tindrandi! — Allir út á
tjörn, smáir og stórir! — Sumir eru klaufar, og detta
altaf endilangir á ísinn, en þeir reyna aftur, æfa sig,
þá verða þeir fimir á endanum og geta farið eins og
fuglinn fljúgandi um svellið. — Þarna er Ásgeir litli,
kunningi okkar, og systkin hans, með sleða. — Við er-
um mörg saman, sem þekkjumst úr skólanum. — Kátir
krakkar, kátir krakkar! Gaman, gaman!
Jeg fjekk skauta og skautaskó í jólagjöf, nú koma
þeir sjer vel. — Bara að svellið haldist nú, svo við get-
um haldið áfram að æfa okkur. — En hvað þeir eiga
gott, sem eru fljótir á skautum.
Nú eru þau Einar á skautum
með öðrum um Góukvöld löng,
frá tjörninni heyra má hlátra
og háværan, dillandi söng.