Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 2
Tímarnir breytast og menn-
irnir meö ,segir gamalt mál-
tæki. Á bernsku- og unglings-
árum mínum, þótt ekki sé far-
iö lengra aftur í tímann, var
rósemdar- og hægðarbragurinn á öllu svo míkill, aö engu er likara,
sé hann borinn saman viö nútímann, en aö við cetti sem kveöiö var:
„Tveir eru heimar
harla ólikir —“
og mestum mun veldur hver hraöi er á mörgu í nútímalífi og skilyröi
yfirleitt slík, að erfiðara væri um vik aö „fylgjast meö“, hlusta eftir
hjartslœtti síns tíma — í fáum orðum sagt að vera nútímamaöur, ef
ekki væri hugviti, atorku og fé beitt til þess að gera mönnum kleift.
Eitt af því, sem gert er í þeim efnum, er aö gefa út tímarit slík sem
ÚRVAL. Ég \hefi um mörg ár haft kynni af slíkum ritum erlendum.
Ég hefi haft af lestri þeirra mikiö gagn og ánægju, og skilist æ betur
hve geysi margt heföi farið fram hjá mér, ef þau væru ekki gefin út.
Var mér þaö mikið ánægjuefni, er Úrval hóf göngu sína á nfj. Tel
ég Úrval lúklaust í flokki beztu slíkra rita og óska því framtíöargengis.
Axel Thorsteinsson, ritstjóri.
í flokki
beztu rita
Kápumynd eftir Þorstein Jósepsson.
Úrval
Útgefandi: Hilmir h.f. — Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Auglýs-
ingastjóri: Jón B. Gunnlaugsson. — Dreifingarstj.: Óskar Karlsson. —
Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. — Aðsetur: Laugavegi 178, pósthólf 57,
Reyk-iavík, sími 35320. — Útgáfuráð: Hilmar A. Kristjánsson, Gisli Sigurðsson, Sigvaldi
Hjálmarsson og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. — Ráðunautar: Franska: Haraldur Ólafs-
son, italska: Jón Sigurbjörnsson, þýzka: Loftur Guðmundsson. — Verð árgangs (tólf
hefti): Kr. 250.00, í lausasölu kr. 25.00 heftið. — Afgreiðsla: Blaðadreifing, Laugavegi
133, simi 36720. — Prentun: Hilmir h.f. — Myndamót: Rafgraf h.f.