Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 25
NÆSTU HUNDRAÐ ÞÚSUND ÁR
33
menningarlegs umhverfis okkar,
hefur tekizt að bæta vel upp vax-
andi tilbreytni í erfðagöllum, sem
myndu vafalaust fyrir skömmu
síðan hafa borið þá ofurliði, sem
eru haldnir þeim. Margt fólk, sem
áður hefði ekki haldið lifi, getur
nú lifað og aukið kyn sitt.
Þessi breyting á því vali hæfra
einstaklinga, sem náttúran sá áð-
ur um, virðist gefa til kynna, að
mannkyn framtiðarinnar muni
verða að sjá fyrir tiltölulega fleira
fólki, sem á tilveru sína alger-
lega að þakka ýmsum hjálpar-
tækjum, sem siðmenningin hefur
lagt þeim í hendur. Á þann hátt
hefur sú staðreynd sifellt meiri
úrslitaþýðingu, hversu mannkyn-
ið er háð þeirri menningu, sem
sprottið hefur upp hjá því og
þroskazt.
Áhrif á manninn af vaxandi
mannfjölgun, þéttbýli og út-
þenslu borga, er æskilegt rann-
sóknarefni. Það væri gaman að
vita, hvaða þátt vaxandi þéttbýli
og útþensla borga hefur átt í því
hingað til að skapa sérstalcar
gerðir persónuleika, sem höfðu
skilyrði til þess að dafna við
þessar aðstæður, og hvort áfram-
haldandi aukning á þessu sviði
í framtíðinni muni hafa tilhneig-
ingu til þess að skapa svipuðum
gerðum persónuleika góð vaxtar-
skilyrði. Byrjunarrannsóknir í
tilraunaskyni gefa til kynna, að
slíkar tilhneigingar séu fyrir
hendi, en langt er frá því, að
byggjandi sé örugglega á þeim
takmörkuðu upplýsingum.
Er hraði á breytingu menn-
ingarhátta vex, skýtur þeirri
spurningu upp, hvort náttúruval
hinna hæfustu geti fylgzt með
brejdingunum. Hingað til hefur
þvi auðsýnilega tekizt það. En
nú breytast menningarhættir
miklu hraðar en áður. Þetta gæti
haft það 1 för með sér, að mað-
urinn kynni að mæta ofboðsleg-
um erfiðleikum við tilraun sina
til þess að stjórna heimi, sem
verður sifellt flóknari af hans
eigin völdum, nema hann stigi
viljandi skref í þá átt að hafa
hönd í bagga með, stjórna eða
jafnvel hraða sinni eigin líf-
fræðilegu framtíð.
Slík tilraun verður kannske
hafin fyrr en við búumst við,
eins og nýlega kom fram í
snjallri ritgerð eftir R. A. Mc-
Connel við Pittsburgh-háskóla. í
grein, sem einkenndist af glettni,
en þó djúpri alvöru, sem undir
bjó, lýsir höfundur aðferðum og
undirstöðuatriðum kynbótaáætl-
unar, sem Rússar hafa samið til
þess að komast fram úr Vestur-
löndum, en slík áætlun er nú
vissulega framkvæmanleg.
Þótt mörgum okkar kunni að