Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 155
SÍÐASTI STEINALDARMAÐURINN
163
alla ganga, og það var ekki fyrr
en hvítu mennirnir komu til sög-
unnar að halla tók á þá i skipt-
um sínum við umheiminn.
Svo fannst gull í NorSur-Kali-
forníu áriS 1848 og gullnemar
og þeirra fylgdarlið flykktist
þangaS hvaðanœva. Fæst af
þessu fólki tók sér þó bólfestu
í landi Yananna, yfirleitt settist
það aS á láglendinu, þar sem var
frjósamara og greiðara yfirferS-
ar. Engu aS síSur gerSu gullnem-
arnir Fjalla-Indíánunum á marg-
an máta erfiSara fyrir. Þeir létu
búpening sinn ganga í haglendi
þeirra; þeir eySilögðu fyrir þeim
veiðina með frárennslinu úr
námunum, sem veitt var út i
fljótin — og loks fluttu þeir með
sér alls konar sóttir, bólusótt, út-
brotataugaveiki og berkla, sem
Indíánarnir kunnu engar varnir
við. Hvitu innrásarmennirnir
gerðu og harða hríð að veiði-
dýrunum — og Yanarnir, sem
alltaf höfðu átt við kröpp kjör
að búa, urðu nú að þola meira
hungur og harðrétti en nokkru
sinni fyrr.
Og þar sem Yanarnir voru
ekki með öllu óvanir ránum og
hernaði, guldu þeir hvitu mönn-
unum líku líkt að svo miklu leyti,
sem þeir máttu. Þeir héldu uppi
skæruhernaði, gerðu leiftur-
snöggar árásir og voru svo horfn-
ir. Þeir gerðu hvítu mönnunum
marga skráveifu og svifust einsk-
is, en var líka kennt um öll morð,
rán og íkveikjur þótt þeir hvítu
væru ekki neinir englar heldur.
Og eins og nærri má geta fengu
þeir að kenna á hefndinni misk-
unnarlaust, hvort sem þeir höfðu
til hennar unnið eða ekki.
Árið 1861 voru Suður-Yanarn-
ir, næstu nágrannar Yahianna,
upprættir með öllu. Þrem árum
síðar, þegar Ishi var tveggja ára
að aldri, gerðist það niðri á slétt-
unni, að myrtar voru tvær hvítar
konur; var þá gerður út refsi-
leiðangur á hendur fjallakynþátt-
unum með þeim árangri, aS mið-
og norðurkynkvíslinni fækkaði
úr 2000 í aðeins 50. Eftir það
beindust refsiaðgerSirnar um
langt skeið aS Yahi-kynþættinum,
sem aldrei hafði verið fjölmenn-
ur, eða um 400 manneskjur. Það
gegnir því i rauninni furðu, að
sá kynþáttur skyldi enn vera við
lýði í hálfa öld.
Harmsagan ekki nema hálfsögð.
Vegna þess hve Ishi tók sér
örlög kynþáttar síns nærri, gættu
kunningjar hans þess, að neyða
hann aldrei til frásagnar, en
lögðu sér hins vegar á minni það
sem hann sagði smám saman ó-
tilkvaddur. Frásögnin varð þó