Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 86
94
ÚRVAL
manns. En þið hafið aðeins sýnt
mér fram á, að það sé skynsam-
legt að rækta með sér samúð.
Enn er það skynsemin, enn er
það vitið, sem stjórnar."
Þannig hefði Plató getað sann-
að hina miklu og varanlcgu
hlutdeild sína í lífsskoðun Vest-
urlanda.
r
V
Vandaðu mál þitt
HÉR FARA Á EFTIR 10 íslenzk orðtök. Merkingu þeirra
er að finna i einhverju þeirra orðasambanda, sem á eftir fara.
Ef þú finnur rétta merkingu 9—10 orðtaka, ert þú að líkindum
mjög fróður um móðurmál þitt og fróöur, ef þú hefur 7—8
orðtök rétt. E’n ef þú þekkir færri en 5, ert þú fáfróöur.
1. Láta með beini ganga: rannsaka, beita hörðu, veita ein-
hverjum stuðning.
2. Skera hrúta: kúga, vera uppstökkur, hrjóta.
3. Gína viö flugu: gleypa mat, vera ágjarn, láta ginnast.
4. Draga burst úr nefi einhvers: snúa á einhvern, hjálpa
einhverjum, draga dár að einhverjum.
5. Hafa bein í hendi: vera voldugur, vera ölmusumaður, vera
hagsýnn.
6. Láta dal mceta hóli: miðla málum, láta hart mæta hörðu,
vera kærulaus.
7. Ljá fangs á sér: sýna öðrum vináttu, vera óspar á loforð,
gefa höggstað á sér,
8. Reisa sér huröarás um öxl: vinna afreksverk, færast of
mikið í fang, vera vægðarlaus.
9. Drepa einhverju á dreif: þagga eitthvað niður, flytja frétt-
ir, halda einhverju til haga.
10. Láta ekki deigan síga: rétta litilmagna hjálparhönd, vera
harðorður, missa ekki kjarkinn.
Svör á blaðsíðu 140.