Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 157
SIÐASTl STEINALDARMAÐURINN
165
var með eldinn, því að reykurinn
gat komið upp um aðsetur þeirra
Og mátti því aldrei loga 1 eld-
stæðunum. Þeir tíndu saman
akörn og muldu í mjöl milli
steina, suðu mat sinn í tágakörf-
um, gerðu sér flíkur úr skinn-
feldum og húðum.
Þannig liðu svo tugir ára að
enginn sá þá eða heyrði og allir
töldu þá útdauða. Mannfræðing-
um ber saman um, að þessa ára-
tugi hafi Yahiarnir lifað svo
frumstæðn lífi, að ekki verður
til annars jafnað en lifnaðarhátta
steinaldarmanna. Engu að síður
héldu þeir fast við allar siðgæð-
isreglur kynþáttar síns og sið-
venjtir. Sjúkum var veitt hjúkrun
eftir þvi sem unnt var, þeir látnu
búnir til sinnar hinztu ferðar
eins og erfðavenjur kynháttarins
sögðu til um og syrgðir sam-
kvætnl þeim.
Ishi og síðustu ættmenn hans
tóku sínum harða örlagadómi
með reisn og stillingu; háðu
barátfu sína við hungur, kulda
og dauða af trú og þolinmæði.
Yahiarnir sjást aftur á ferli.
f aprílmánuði árið 1885 geTðist
það, að veiðimaðttr nokkur,
Norvall að nafni, sá fjóra Indíána
vera að laumast út um glugga
á bjálkakofa, sem hann hafði
reist sér uppi í fjöllunum. Þegar
þeir sáu að þeir voru komnir i
sjálflieldu, námu þeir staðar
undir kofaveggnum og létu hann
unt að ákveða hvað yrði. Ekki
höfðu þeir tekið annað en gaml-
an fatnað inni í kofanum; senni-
lega meðfram fyrir það, að þar
var ekki um neitt annað að ræða,
nema niðursoðin matvæli í dós-
um, en þeir hafa að öllum lík-
indum ekki áttað sig á að þar
væri um matvæli að ræða. Meðal
þeirra fjögurra var ung stúlka,
sem farið hafði í þrjár gamlár
peysur af Norvall, hverja utan
yfir aðra, en var að mestu leyti
nakip annars. Þá var þarna gam-
all maður, sem hnuplað hafði
gömlum og slitnum yfirfrakka
og gömlu byssuskefti. Sá þriðji
var ungur maður með bæklaðan
fót. Sá fjórði var Ishi.
Norvall gaf þeim til kynna með
bendingum, að þeir mættu halda
hinum fátæklega feng sínum og
fara frjálsir ferða sinna. Þeir
voru óðara horfnir og hann sá
ekki meira af þeim. Um haustið
varð hann þess var að enn hafði
verið farið inn í kofann, en i
það skiptið hafði engu verið
hnuplað. Aftur á móti stóðu
fjórar körfur riðnar úr tágum
á borðinu í kofanum, og var ekki
annað að sjá, en þær hefðu verið
skildar þar eftir i þakklætis-
skyni. Hann geymdi þær sem