Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 108
r
Tumi þumall
var til
U IÐ Taunverulega nafn
Tuma þumals var Charles
Sherwood Stratton. Hann er ef
til vill frægasti dvergur, sem
uppi hefur verið. Hann var
dvergur að vexti, en andlega
eins þroskaður og heilbrigður
og hver annar venjulegur mað-
ur. Einhver starfsemi i kirtlum
líkamans hafði brugðizt og
valdið þvi að vöxturinn nam
staðar óeðlilega snemma.
Charles Sherwood Stratton
fæddist í Bridgeport I Connecti-
cut 1838. Hann var þriðja barn
foreldra sinna, er alls eignuð-
ust fjögur börn. Allir aðrir fjöl-
skyldumeðlimir höfðu eðlilegan
vöxt. Faðir hans var trésmiður.
Charles Stratton hætti raun-
verulega að vaxa, þegar hann
var sex mánaða gamall. Hann
var 62 sm á hæð og 15 pund
á þyngd, unz hann var á milli
fgrmingar og tvítugs. Þá fór
hann ofboðlítið að vaxa og
varð seinast um metri á hæð
og 70 pund á Þyngd.
Þegar drengurinn var um
fjögurra ára gamall, réði P. T.
Barnum hann til sýningastarf-
semi, og breytti nafni hans i
Tumi þumall. Ekki fann Barn-
um þó upp það nafn. Hann fékk
það að láni frá hinni fornfrægu
116
þjóðsagnapersónu, sem á að
hafa verið við hirð Arthúrs
konungs, en það er sá Tumi
Þumall, sem ævintýrasögurnar
eru um.
Barnum fór með Tuma Þum-
al til Englands 1844, en þá var
hann 6 ára. Og hann heillaði
alla, hvar sem hann fór með
framkomu sinni og fyndnum
tilsvörum. Hann kom meira að
segja til hirðarinnar og ræddi
við sjálfa Viktoríu drottningu.
Og hún hreifst mjög af þessum
smávaxna manni, er hann sat
á skemlinum hennar og ræddi
við hana. Gerði hún hann að
hershöfðingja. Að minnsta kosti
segir Barnum svo frá.
Þegar Tumi þumall hershöfð-
ingi var 25 ára, gekk hann að
eiga Mercy Lavinia Warren
Bumpus, sem einnig var dverg-
ur og starfaði í sýningarflokki
Barnums. Hún var þremur ár-
um yngri en hann. Meðan þau
voru að eyða hveitibrauðsdög-
unum, tók Abraham Lincoln
forseti á móti þeim í Hvíta
húsinu. Og blöðin gerðu svo
mikið úr þeim atburði, að borg-
arastyrjöldin hvarf í skuggann
í bili.
Og þegar forsetinn æskti
þess að Tumi þumall hershöfð-
ingi léti í Ijós álit sitt á stöð-
unni í borgarastyrjöldinni, svar-
aði hann: „Vinur minn, Barn-
um, mundi leysa málið á einum
mánuði“.
— Úr Information Roundup. —