Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 165
SÍÐASTI STEINALDARMAÐURINN
173
um og gerði örvarodda, sem hann
gaf gestunum til minja fyrst i
staS. En brátt gerðist eftirspurn-
in svo mikil, aS sú ákvörSun var
tekin aS örvaroddar skyldu ein-
göngu gefnir til skóla og safna.
En nú vaknaSi sú spurning á
hvern hátt Ishi gæti unniS fyrir
sér, þar eS þeir Waterman og
Kroeber gátu ekki greitt uppihald
hans úr eigin vasa til langframa.
Og þar eS Ishi var þegar orSinn
starfsfólki safnsins til mikillar
aSstoSar, virtist liggja beinast viS
aS hann yrSi gerSur aS launuS-
um aSstoSarmanni og fengi laun
sem slíkur. Þessu var síSan kom-
iS í kring og laun Ishis ákveð-
in 25 doilarar á mánuði, sem
talið var nægja fyrir hversdags-
legum nauðsynjum hans og þörf-
um.
Ishi var ekki lengi að komast
upp á lagið meS að gera hreint í
safnherbergjunum og fór nær-
gætnum höndum um alla safn-
muni. Hann var ákaflega þakk-
látur fyrir þaS, að hann skyldi
hafa fengið fast starf, þar eð
hann hafði komizt að raun um,
aS allir þeir hvítir menn, sem
hann kynntist, höfðu fasta at-
vinnu og fengu laun greidd reglu-
lega. Og hann var það stoltur,
að hann vildi vera efnahagslega
sjálfstæður og ekki þurfa aS
þiggja neitt af neinum.
í bili olli það smávægilegum
vandkvæðum, að starfsfólkið við
safnið fékk laun sin greidd í ávís-
unum. Kroeber varð því að kenna
honum að skrifa nafn sitt, sem
tók furðu skamman tima. Hitt
veittist Ishi öllu torveldara —
að skilja hvernig breyta mátti
pappirsblaði í silfurdollara með
því einu að skrifa nafn sitt á
það. En stoltur var hann, þegar
hann fékk greidda sína 25 doll-
ara i fyrsta skiptið.
Ishi var gætinn og aðsjáll f
öllum kaupum, þótt það gæti
hent hann að kaupa sér smámuni,
sem börn ein höfðu annars á-
girnd á. Hann hafði gaman af að
ferðast i sporvögnum, og lærSist
það fljótt að þekkja númer þeirra,
sem gengu um nágrenni safns-
ins. Heima í safninu þótti honum
einna mest köma til vindutjaid-
anna fyrir gluggunum og að fást
við þau. Vatnslögn og rafmagn
kunni hann vel að meta, en áleit
eldspýtur þó mun gagnlegri upp-
finningu. Lim þótti honum líka
mikil uppfinning, og komst fijótt
upp á lag með að nota það við
smíði boga og örva. Fyrst i stað
fannst honum óþægilegt að klæða
sig í jakka og úr, en gekk vel að
læra að hnýta bindi — enda van-
ur að hnýta alls konar hnúta á
svarðreipi. Vasa áleit hann eink-
ar hentuga, og fyllti þá fljótt alls