Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 67
JÓN DALDVINSSON
75
verður hörkustrit. Og flokkurinn
er félaus og þú verSur sjálfur
að bera kostnaðinn. Nú segir þú
sjálfur til.
Ég fór.
En ef Jón hefði verið með
minnstu tæpitungu eða gyllingar
í þessu máli, hefði ég ekki hreyft
mig. Og efalaust hefur hann vit-
að það!
Jón Baldvinsson gat verið smá-
skrýtinn, en jafnvel sá þáttur í
fari hans jjjónaði oft einhverju
hagrænu markmiði. Hér er lítil
saga um það.
Ég varð landskjörinn þingmað-
ur 1934 og fór þá oft með ýmis
erindi kjósenda minna úr Barða-
strandarsýslu. Jón var þá banka-
stjóri Útvegsbankans. Eitt sinn
er það, að vinur minn vestra,
hörkuduglegur sjómaður og
reglupiltur mesti, kemst í þrot
með íbúðarhússbyggingu og ligg-
ur við sjálft að hann missi hana
í hendur skuldheimtumönnum og
tapi vinnu sinni og allmikilli
peningaeign í húsinu. Er nú
saminn 5000 króna víxill og mér
falið að reyna að selja hann i
Útvegsbankanum til þess að
bjarga manninum úr lausaskuld-
um.
Ég fer tii Jóns Baldvinssonar,
segi honum allan málavöxt og
ber drjúgum lof á manninn fyrir
dugnað og reglusemi, geri grein
fyrir ábyrgðarmönnum, sem
einnig voru bjargálna skilamenn.
Jón var tregur 1 öllum svörum
og svo sem annars hugar, og léði
ekki máls á kaupunum. Það var
farið að síga í mig, en hugsaði
mér þó að láta þess ekki getið,
að maðurinn væri Alþýðuflokks-
maður, sem ég fann einhvern
veginn á mér, að aðeins mundi
gera illt verra.
Allt í einu segir Jón Baldvins-
son: Þú seg'ir að maðurinn sé
sjómaður, sem er að rífa sig upp.
Farðu með þetta í Jón Ólafsson.
Þið eruð góðir kunningjar og
hann er gamall sjómaður. Hann
kaupir víxilinn.
Þó að mér væri þungt í skapi,
fór ég til Jóns Ólafssonar og hóf
nú sömu sögu. Dró hvergi af
mér við málflutninginn, enda
auðsótt, því Jón Ólafsson var
hinn ljúfasti, spurði vendilega
að högum mannsins og keypti
víxiiinn umsvifalaust.
Nokkru síðar hitti ég Jón Bald-
vinsson og sat þá enn í mér
þykkjan.
Af hverju þótti þér mætara að
láta Jón Óiafsson gera þetta?
spurði ég.
Það er von, að þú spyrjir, Sig-
urður, svaraði hann. En því er
nú svo varið, að við höfum tals-
verða jafnaðarmennsku um ráð-
stöfun peninga þarna í Útvegs-