Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 110
118
ÚRVAL
reyni á hina tilvonandi móður
er augljóst, að hún þjáist EKKI
af miklum sársauka.
Enginn sem séð hefur þessa
kvikmynd og hlustað á fyrirlest-
ur dr. Vellays, getur verið i vafa
um gildi hinna nýju sjónarmiða
varðandi bárnsfæðingar, og flest-
ar tilvonandi mæður hljóta að
öska sér að þeim gangi jafnauð-
veldlega að fæða og dr. Vellay
lýsir.
Til eru þeir læknar og ljós-
mæður, sem halda því fram, að
flestum konum sé náttúrleg
barnsfæðing fyrir beztu og ná
góðum árangri á þeim grundvelli,
en fæðingarlæknar og fæðing-
arstofnanir í heild virðast ekki
enn hafa tileinkað sér þá grund-
vallarhugmynd, að fæðing án
teljandi sársauka sé möguleg
flestum konum án deyfimeðala.
Viss undirbúningsmeðferð svo
og ýmis tækni í sambandi við
fæðinguna er nauðsynleg, en
fæstar konur eiga völ á þessari
aðferð, enda þótt þær hafi heyrt
hana nefnda og langað til að
njóta hennar. En sem betur fer
getur hver vanfær kona undir-
búið sig á ýmsan hátt til að auð-
velda fæðinguna, sérstaklega ef
eiginmennirnir taka þátt í því
með þeim.
Með aðferð þeirri, sem hér um
ræðir, er það hugur og vilji
sængurkonunnar, sem á mestan
þátt í að afstýra sársaukanum.
Hún hefur fulla meðvitund og
fylgist með öllu, sem gerist, og
hefur vald yfir taugakerfi sinu
og vöðvum. Þetta er hin svo-
nefnda afslöppunaraðferð (psy-
choprophylactic method).
Það er alls ekkert nýtt, að
reynt sé að draga úr sársauka
við barnsfæðingar. Klóróform og
fleiri deyfilyf hafa verið reynd,
og eru þau árangursrík upp að
vissu marki. En það, sem hefur
vantað, er aðferð, sem deyfir
sársaukann og uppfyllir um leið
tvö eftirfarandi skilyrði: 1) hef-
ur hvorki skaðleg áhrif á móður
né barn og 2) hindrar móðurinaá
ekki í að ,,taka þátt í“ fæðing-
unni.
í bók sinni „Fæðing án sárs-
auka“ segir dr. Vellay: „Undir
öllum venjulegum kringumstæð-
um fullnægir afslöppunaraðferð-
in alveg þessum tveim skilyrð-
um“.
Frá árinu 1920 hefur mikið á-
unnizt á þessum vettvangi, enda
þótt athygli almennings hafi ekki
vaknað fyrr en árið 1956, en þá
gaf félagsskapur einn út ritverk
dr. Dick Read. Þessi félagsskap-
ur nefnist nú „Náttúrleg fæðing“
og hefur bækistöð I London og
vinnur mikið og gott starf með
þvi að halda undirbúnings- eða