Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 83
IIVAÐ SAGxÐI PLATÓ?
91
ir, að meðvitað líf okkar skipt-
ist í þrjá þætti: líkamlega þátt-
inn, sem sé byggður upp af löng-
unum og ástríðum; þátt vilja og
„anda“, og loks hugsandi þátt-
inn, sem hann kallar skynsemi.
Þar sem skynsemin greinir
menn frá hundum og öpum, er
hún bersýnilega æðsti eðiisþátt-
urinn, og það er hlutverk henn-
ar að stjórna gerðum mannsins.
Hlutverk „andans“ er að fram-
lcvæma boð skynseminnar, en
þrár og ástríður eiga að hlýða.
Dyggð er fólgin í því, að hver
þáttur ræki sitt eðlilega og áskap-
aða hlutverk, en fari þetta náttúr-
lega skipulag úr skorðum, verður
afleiðingin ódyggð og lestir. Á
þennan einfalda hátt endurreisti
Plató veldi hins góða í lífinu, og
var hann þó uppi á tímum sem
einkenndust af lcaldhæðni og böi-
sýni.
Það er síður en svo, að kenn-
ingar Platós séu úreltar eða gam-
aldags. Hann ræðir um vísinda-
lega stjörnufræði og eðlisfræði
eins og þessar fræðigreinar
hefðú verið til á hans dögum.
Hann skýrir drauma á svipaðan
hátt og Freud — þegar skynsem-
in slaki á stjórnartaumunum —
í svefninum, fari viilidýrið í okk-
ur á kreik. Hann talar um verka-
skiptingu og orsakir hennar líkt
og nútíma hagfræðiprófessor.
Hann stingur fyrstur manna upp
á aðgreiningu æðri og lægri
menntunar, nauðsyn sérhæfing-
ar á vísindasviðinu og að beitt
sé vísindalegum aðferðum til
þess að leysa félagsleg vanda-
mál. Hann ræðir um takmörkun
á tekjum manna og telur, að eng-
in fjölskylda eigi að liafa meira
en fjórfaidar tekjur neinnar ann-
arrar. Hann kom fyrstur fram
með hugmyndina um leikskóla
barna og stakk upp á nýjum að-
ferðum í barnafræðslu: „Það
skaðar engan þótt hann sé
þvingaður til að gera líkams-
æfingar, en þekking, sem maður
er neyddur til að tileinka sér,
festir ekki rætur. Þess vegna á að
hætta að beita þvingun, en iáta
fyrstu fræðsluna vera sem leik“.
En auk skynseminnar og rök-
hyggjunnar var Plató haldinn
dularfullri þrá. Hann langaði til
að sleppa burt frá heimi hverful-
leikans, frá hinum síbreytilegu
vandamálum, sem hann var svo
snjall að finna lausnir á. Hann
vantaði trúarbrögð, og þar sem
hann fann engin við sitt hæfi,
þá bjó hann þau til. Að sjálf-
sögðu spruttu þau upp úr hrifn-
ingu hans á kenningu Sókrates-
ar um rökrænt samband hug-
myndanna. Hann fullyrti, að
þessar hugmyndir séu hinn
sanni veruleiki; en að hlutirnir,