Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 100
108
i þaS, lönd hitabeltisins hreyfast
i áttina út til tempruðu beltanna,
heimsskautslöndin hreyfast i
áttina til tempruðu beltanna, og
önnur lönd tempruðu beltanna
hreyfast í þeirra stað í áttina til
heimsskautanna.
Ef fyrri útbreiðsla jurta hita-
beltis og tempruðu belta gefur
raunverulega til kynna, að veður-
farsbelti jarðarinnar hafi stórum
raskazt miðað við núverandi
snúningsmöndul, þótt beltaskipt-
ing sú hafi þá fylgt sömu heiíd-
armynd og nú, þá er þörf fyrir
staðfestingu úr annarri átt.
Nú er sú staðfesting að berast
mönnum í he-ndur, bæði með
hjálp steingerðra jurta og verks-
ummerkja, sem „steingerðir"
vindar hafa skilið eftir sig, þ. e.
vindar, sem léku áður fyrr um
hnött vorn. Flest dýr hafa auð-
vitað möguleika til þess að reika
um, og steingerðar leifar þeirra
veita vafasöm sönnunargögn um
eðlilegt umhverfi þeirra.
Kórallar eru góð sönnunargögn.
En kórallar eru bundnir við
vissan stað líkt og jurtir, og þeir
eru líka mjög viðlcvæmir gagn-
vart hvers kyns ioftslagsskilyrð-
um. Kórallar vaxa upp í sjó hita-
beltisins, þar sem er um stöðug-
an sjávarhita að ræða, á milli
nyrðra og syðra hvarfbaugs og
ÚRVAL
vaxa jafnt og hafa mikinn ár-
legan vöxt.
En á útjöðrum þessa beltis,
þar sem er um hitabreytingar að
ræða, vaxa þeir ekki jafnt og
þétt, heldur mismunandi eftir
hitaskilyrðum sjávarins, og má
sjá vaxtarhraðann af vissu lagi
kalksteinshríslanna eða bollanna,
sem endurtekur sig með vissu
millibili. Sérhvert lag táknar árs-
vöxt líkt og árhringir í tré.
Útbreiðsla hinna steingerðu
kóralla hefur verið ákvörðuð
fyrir hin ýmsu jarðsögutimabil.
Séu þessir staðir teiknaðir á
hnattlíkan, gefa þeir til kynna,
að á Silur-tímabilinu hafi mið-
baugur legið yfir núverandi
heimsskaut, og hafi norðurheims-
skautið þá verið í miðju Kyrra-
hafi. Þetta er í samræmi við
kenningu þá um þessa fyrri
heimsskautastöðu, sem útbreiðsla
frumstæðra landjurta steinkola-
tímabilsins, sem á eftir fer, virð-
ist benda til.
Kórallarnir og jurtirnar segja
sömu sögu, þ. e. að veðurfars-
belíi þessara tímabila hafi mið-
azt við möndul, sem hallaðist
um 70—80 gráður frá núverandi
möndli.
Þriðja tegund sönnunargagna,
sem stendur í sambandi við fyrri
veðurfarsbelti jarðarinnar, snert-
ir núverandi og fyrri vindáttir.