Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 79
IIUNDRAÐ ÁRA VIÐ FULLA IIEILSU
87
Haldið heilanum í góðri þjálf-
un (Verið andlega virk): Starf-
semi heilans hrakar hraðar við
notkunarleysi en nokkurs ann-
ars líffæris. En rannsóknir, sem
beinzt hafa að þeim, sem eru
andlega virkir, hafa sýnt, að
hæfileikinn lil þess að nema nýtt
námsefni er fyrir hendi allt fram
á efri ár okkar. Jafnvel þegar um
afturför þess hæfileika verður
að ræða vegna ellihrörnunar,
getur dómgreind sú og rökvísi,
sem hinir andlega virku hafa
þroskað með sér, bætt hana upp.
í þessu sambandi kemst prófessor
Ross McFarland við Heilsugæzlu-
deild (School of Public Health)
Harvard-háskóla þannig að orði:
„Heilinn, líkt og önnur líffæri
líkamans, sýnir stöðug merki
íramfara allt æviskeiðið, ef hann
er notaður nægilega mikið.“
Tvenns konar menn á jörðinni?
EF ME’NN bregðast eins við sterkri og langvarandi geislun og
bakteríur gera, kemur til mála að upp risi á jörðinni tvenns konar
menn, þ. e. tvær mannategundir. Til þess að svo yrði, þyrfti að
vera sífelld geislun um nokkra áratugi, svo að mannkyninu yrði
nærfellt útrýmt. Önnur tegundin mundi Þróast af þeim fáu ein-
staklingum, er lifa geislunina af, sökum óvenjulegra einkenna og
geysimikils viðnámsþróttar gegn geislun. Þessi manntegund mundi
blómgast vel í fyrstu en síðan deyja út. Hin tegundin mundi þró-
ast af enn færri einstaklingum með venjulegum einkennum og
naumast nægum viðnámsþrótti gegn geislun. Að lokum mundi
þó þessi tegund geta lifað af og orðið ráðandi.
— Science Digest.
ÞAÐ þarf tvo til að segja sannleikann — annan til að tala, hinn
til að hlusta. — Thoraeu.
ÞEIR, sem flytja sólskinið til annarra, geta ekki komizt hjá að
það skíni á þá sjálfa. — J. M. Barrie.
I