Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 104
112
ÚR VAL
ræmi eftir aðstæSum öllum og að
mönnunum hefur veitzt erfitt að
hugsa sér svo voldug öfl að verki,
að þau geti orsakað hreyfingu
jarðskorpunnar ofan á undirlag-
inu og meginlandanna hvers frá
öðru. En á siðustu árum hafa
rannsóknir á botni lithafanna
varpað algerlega nýju ljósi á
vandamál þetta.
Sprungur á botni úthafanna.
Um helmingur yfirborðs jarð-
arinnar er þakinn úthöfum, þ.e.
djúpum höfum, en hinn helming-
urinn meginlöndum og land-
grunni meginlanda, sem þakið er
grynnri höfum. Þessi tvö svæði
eru mjög ólík, hvað snertir eðli
jarðskorpunnar, burtséð frá sjáv-
arvatninu sjálfu. Það er um að
ræða markaflöt, sem kenndur er
við Mohorovic og er á mörkum
hins neðra lags jarðskorpunnar,
en það lag einkennist af kristöll-
uðu basalti, og hins þéttara, seig-
ara undirlagi, sem tekur við und-
ir jarðskorpunni, en þar er ekki
lengur um kristallað berg að
ræða.
Þessi markaflötur iiggur miklu
dýpra undir meginlöndum en
undir úthafsbotnum, líkt og jarð-
skorpan samanstæði af tiltölulega
eðlisléttum, en þykkum megin-
landaflekum og þunnri, en þéttri
skorpu úthafanna, en hvort
tveggja virðist svo fljóta ofan á
seigfljótandi, þéttu efni undir-
lagsins, sem undir jarðskorpunni
er.
Meginlandaflekarnir eru um 45
km þykkir, en skorpan á úthafs-
botninum er aðeins um 10 km
þykk. Þetta er ástæðan fyrir
framkvæmd „Mohole“-áætlunar-
innar, en samkvæmt henni á að
bora í gegnum hina tiltölulega
þunnu jarðskorpu úthafsbotnsins
niður að markafletinum og inn
í hið seiga undirlag sjálft, ef
mögulegt verður.
En mismunandi þykkt er ekki
hið eina, sem greinir á milli jarð-
skorpu þurrlendisins og úthafs-
botnsins. Sumar tegundir jarð-
skjálftabylgna, sem eiga upptök
sín í úthafsbotninum, ná ekki til
stöðva á landi, og svipaðar bylgj-
ur, sem upptök eiga á landi, ná
ekki til mælingastöðva á eyjum
í úthafinu, en þetta virðist ör-
ugg sönnun þess, að undirlagið
undir jarðskorpunni skiptist í
ákveðin, afmörkuð svæði undir
bæði jarðskorpu meginlanda og
úthafa líkt og jarðskorpan sjálf
gerir.
Hér er um að ræða tvö geysi-
lega mikilvæg einkenni í sam-
bandi við eðli jarðskorpunnar og
undirlags hennar. En nú kemur
þriðja einkennið til sögunnar
vegna úthafsrannsókna, sem