Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 114
122
ÚR VAL
unnar, sem venjulega er kallaS
„ættfeðratímabiliö“. Samt sem
áður hafa fundizt vi'ðtækar heim-
ildir, skráðar fleygletri á 18. og
15. öld f. Kr., bæði í Mari við
Mið-Eufrat og Nuzi fyrir austan
Tigris, um menningargrundvöll
ættarhöfðingjaskipulagsins, og
eru því miklar líkur fyrir því,
að ættfeðrafrásagnir Gamla
testamentisins séu einmitt frá
þeim tímum, en hafi ekki mynd-
azt fyrr en löngu seinna, þegar
þjóðskipuiag ísraels var ger-
breytt. Sem dæmi má nefna tvö
einstök atriði — erfðarétt þræla,
þegar vissar aðstæður voru fyrir
hendi, og getið er í 1. Mósebók
15, 2, og réttarstöðu barnlausra
eiginkvenna, 1. Mósebók 16, 2 —
en bæði þessi atriði koma að öllu
leyti heim við það, sem tíðkaðist
á yfirráðasvæði Austur-Semita í
þann tíð.
Áratugum saman hefur forn-
minja verið leitað, bæði i Egypta-
landi og á eyðimörkinni, sem
fsraelsmenn urðu að fara yfir
til fyrirheitna landsins, er sann-
að gætu frásagnir biblíunnar um
ánauð þeirra i landi Faraóanna
og frelsun þeírra undir forystu
Móse. Enn hefur árangurinn ein-
ungis orðið sá, að sennilegt má
telja að einhverjir ísraelsmenn
hafi verið búsettir í austurhluta
Níiarsvæðisins á valdatið Ramses
II, eða 1301—1234 f. Kr. og tekið
þátt i byggingu nokkurra borga
— i 2. Mósebók 1, 11, koma fyrir
nöfn tveggja borganna, Raamses
og Pitom. Hins vegar er mjög
óvíst hvort fornminjafræðingum
tekst nokkurn tíma að finna
nokkrar sannanir fyrir brottför
ísraelsmanna úr Egyptalandi,
eða hvaða leið þeir hafi haldið
þangað til Palestinu. Til dæmis
hefur ekki enn tekizt, þrátt fyrir
víðtæka rannsókn og bollalegg-
ingar, að ákveða hvar á Sinaí-
skaganum löggjafarfjallið sé að
finna.
Heimildir, sem fundust árið
1887 í rústunum af Amarna, á
austurbakka Nilarfljótsins og 300
km suður af Cairo, veita undra-
verðar upplýsingar um allar að-
stæður í Palestínu einmitt um
það leyti, sem ísraelsmenn eru
sagðir hafa verið i Egyptalandi.
Er hér um að ræða konunglegt
skjalasafn, skýrslur frá smáfurst-
unum í Kanaan ti! drottna sinna,
Faraóanna tveggja, Amenhotep
III. og IV., sem uppi voru á fyrri
hluta 14. aldar f. Kr. í skjölum
þessum er að finna mikilvægar
upplýsingar, varðandi stjórn-
málaleg og trúarsöguleg viðhorf
í landinu óður en ísraelsmenn
settust þar að.
Þó hefur fornminjauppgröftur
franskra visindamanna í hinu