Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 63
JÓN BALDVINSSON
71
eindæmum. Aldrei vissi ég mál
komið í svo ramma sjálfheldu,
að Jón Baldvinsson hefði ekki
komið auga á viðhlítandi niður-
stöðu eftir næturlanga íhugun,
ef menn voru á annað borð máli
mælandi fyrir skapofsa og við þá
varð tautað með skynsamlegum
rökum. En það bar við, að þær
öldur risu, sem öll málamiðl-
unarsnilli Jóns hrökk ekki til að
lægja. Það gerðist haustið 1930,
er kommúnistar klufu sig lit úr
flokknum og gengu syngjandi
þjóðsöng Rússa af fundi í Iðnó.
Það gerðist aftur 1938, er þeir
Héðinn Valdimarsson og Sigfús
Sigurhjartarson klufu sig út úr
flokknum með álittegan hóp
manna og gengu tit samstarfs við
kommúnista. Þau eru mér enn í
fersku mlinni orðin, sem Jón
Baldvinsson mælti af tilefni
þeirra átaka á fundi í verka-
mannafélaginu Dagsbrún 13.
febrúar 1938, enda fræg orðin og
landsfleyg fyrir löngu:
„Eðli verkalýðshreyfingarinn-
ar er ekki skyndiupphlaup, há-
vaðafundir og ævintýri, heldur
markvíst, sleitulaust strit fyrir
málefnunum sjálfum. íslenzkt
fólk er frábitið hugsunarhætti
kommúnismans og hann sigrar
aldrei hér á landi fyrir atbeina
íslendinga. Það er hið hættuleg-
asta ævintýri fyrir íslenzka al-
þýðu að taka sér merki mann-
anna frá Moskvu i hönd og ganga
með það út í baráttuna. Undir
því merki mun hún bíða ósigur
og falla“.
Svo mælti þessi raunsýni mað-
ur hins sleitulausa strits fyrir
málefnunum sjálfum. Stalín var
húsbóndi í Moskvu, þá er þessi
orð voru mælt og Moskvu menn-
irnir ýmist sökunautar hans,
þrælar eða ginningarfifl, nema
allt væri. En með þessum orðum
kvað Jón Baldvinsson upp dóm-
inn yfir Stalínismanum af um-
hyggju fyrir islenzkri alþýðu tug-
um ára áður en Krúsjeff kvað
upp sinn dóm af ótta við alþýðu
Rússlands. Svo framsýnn spá-
maður var Jón Baldvinsson og
nærgætur um kjarna þeirra mál-
efna, sem hann fjallaði um. Það
var auðgert þá að draga hróp og
spott að þeirn mönnum, sem
varnaðarorð mæltu og sáu hvert
stefndi. í þeirra hópi var Jón
Baldvinsson einn glöggskyggn-
astur og hófsamaslur íslenzkra
manna.
III.
Jón Baldvinsson er sá maður,
sem ég hef séð bezt fylla stól
sinn, hvar sem hann sat. Mátti
þar einu gilda, hvort hann sat við
skrifborð sitt, stýrði flokksfundi
þingmanna, Alþýðusambands-
þingi, eða fundi í Sameinuðu Al-