Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 153
SIÐASTI STEINALDAfíMAÐURINN
161
inn smám saman úr augnaráSi
Ishi. ÞaS yottaSi jafnvel fyrir
brosi um varir honum.
„ÞaS er engum vafa bundiS, aS
maSur þessi er villtur“, skrifaSi
Waterman prófessor Kroeber
prófessor samstarfsmanni sínum,
aS þessu fyrsta samtali þeirra
loknu. Hann ber beinköggla úr
dýrum í eyrnasneplunum og lit-
inn tréfleyg í miSnesinu. Hann
talar mjög greinilega, en þó hef-
ur mér enn ekki tekizt aS skilja
hann aS svo miklu leyti, aS ég
geti gert mér grein fyrir sögu
hans.“
í rauninni var þaS ekki neitt
einkennilegt. Þegar Ishi varS
þess vísari aS einhver skildi
hann, varS hann svo ofsaglaSur,
aS hann lét móSan mása og
kunni tjáningu sinni ekkert hóf.
Jafnvel handapat hans og lát-
bragSsleikur gat ekki gert þann
orSaflaum skiljanlegan. Honum
hafSi svo lengi veriS meinaS aS
fullnægja þessari þörf sinni í
langri einangrun frá öllum mann-
legum félagsskap.
Ishi var í rauninni síSasti
villti Indíáninn 1 NorSur-Ame-
riku. Þegar hann var barn aS
aldri voru ekki nema fáeinar
manneskjur lífs af kynþætti
hans, og allar viS aldur; létust
sumar þeirra úr elli, en aSrar
meS sviplegri hætti og loks stóS
Ishi einn uppi. Þá reikaSi hann
langar leiSir, án annars takmarks
en aS leita uppi einhverjar mann-
eskjur, og loks lauk flakki hans
í fjárrétt sláturhússins, og hafði
hann þá gengiS fjörutíu mílur
yfir fjöll og firnindi. Hann lét
fyrirberast þarna í fjárréttinni
beinlínis af því að hann komst
ekki lengra. Þegar hann var tek-
inn höndum, gerSi hann ráS fyr-
ir því aS hann yrSi drepinn, því
að það hafði honum verið kennt
af aSstandendum sínum, aS hvft-
ir menn hefðu ofsótt og brytjað
niður ætt hans. En hann var orð-
inn svo aðframkominn, aS hann
hirti ekki um þótt hann ætti
sömu örlög yfir höfði sér.
Og nú hafði hann allt i einu
eignazt vin. Allt hans lífsviðhorf,
þau fimm ár sem hann átti ólif-
að, mótaðist í rauninni af þess-
um atburSi, sem steinaldarmaö-
urinn launaði þakklátum huga
með því að veita okkur marghátt-
aða þekkingu til aukins skilnings
á frumsögu mannkynsins.
Waterman tók Ishi með sér til
San Francisco, þar sem honum
var gerður bústaður, að minnsta
kosti til bráðabirgða, í hinni
nýju mannfræðistofnun háskól-
ans. Reyndist leyfi Indiána-
ráðsins fyrir þeirri tilhögun
auðfengið, og bæjarbúar í Oro-
ville, sem voru nú orðnir stoltir