Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 115
FORNMINJA KÖNN UN
123
forna Ugarit, sem nú nefnist Ras
Shamra, og á hafnarsvæðinu við
Minet el bejda, á tímabilinu 1929
og þangað til síðari heimsstyrjöld
hófst, veitt enn viðtækari upp-
lýsingar. Borgin liggur því sem
næst beint undan austurodda
eyjarinnar Kýpur, og hefur verið
nyrzta hafnarborg Fönikíu-
manna. Hún hefur verið mikil-
væg flutningamiðstöð og að henni
legið leiðir frá ríkjunum við
Eufrat og Tigris í austri, Hetitt-
unum í norðri, Palestínu og
Egyptalandi i suðri og loks sjó-
leiðin frá Grikklandi í vestri.
Þrátt fyrir liin alþjóðlegu áhrif,
hefur menning borgarbúa — og
þá einnig trúarbrögð þeirra —
verið kanaanisk að uppruna.
Fyrir biblíufræðingana hefur
það verið næsta fróðlegt að at-
huga þær „rituðu" trúarlegu
heimildir, sem þarna hefur fund-
izt mikið af. Þar er nefnilega um
að ræða trúarlega sjónleiki, þar
sem guðir Kanaansmanna, Bal og
fjandguð hans, Mot, eru aðal-
persónurnar; en e-innig koma þar
fram aðrir kanaanskir guðir,
Anat og Astarte og aðrir slíkir.
Bal og Mot, guð dauðans, heyja
með sér hinar harðvítugustu orr-
ustur og veitir ýmsum betur, en
valdavíxl þeirra eru nátengd árs-
tíðaskiptunum. Regntíminn er
valdaskeið Bals, en Mot ræður
ríkjum á þurrkatímabilinu, þeg-
ar sólin svíður allt og brennir.
Bal er ungnautið, en á stundum
er hann einnig táknaður sem
þrumuguð með eldingarfleyg í
höndum — með öðrum orðum,
það er liann sem ræður fyrir
regninu, og þá um leið fyrir
grassprettunni, sem er grundvöll-
ur. nautgriparæktarinnar. Bal er
því guð gróðursins. í Ugarit hinu
forna he-fur verið efnt til mikilla
hátíðahalda á hausti liverju, þeg-
ar regntíminn hófst eftir liið
langa þurrktímabil, til að fagna
því að Bal hafði tekið völdin aft-
ur. Talið er að þá hafi verið
framdar ýmsar táknrænar at-
hafnir í því skyni að auka frjó-
semina á hinu nýja ári, og há-
tíðahöldin verið nautnalegs eðl-
is fyrst og fremst; taumlaust
drykkjusvail og kynmakaæði. Hið
síðarnefnda stóð í beinu sam-
bandi við það, að fólkið vildi
einnig tryggja sér mannlega frjó-
semi á komandi ári, með hinum
„heilaga" vændislifnaði í muster-
unum, meðan hátíðin stóð. Þetta
vissu menn að sumii leyti áður
af frásögnum Gamla testament-
isins, fyrst og fremst fyrir bar-
átturæður , spámannanna gegn
kanaaniskum áhrifum á Jahve-
trúna, en eftir þessa fornminja-
fundi i Ugarit skilja menn trúar-
brögð Kanaansmanna stórum