Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 95
103
Svd^a eR L\$i%
PRESTUR einn, sem í sumu
þykir heldur óprestlegur, var bú-
inn að vera lengi að heiman. Var
hann spurður, er heim kom, hvað
hefði tafið hann svo mjög.
— Það var nú sitt af hverju,
segir prestur, jarðarfarir og allur
andsk ... — R. G.
ÖNNUR SAGA um prest:
Presturinn var að útdeila víni
við altarisgöngu. Tekur hann þá
eftir því, að kaleikurinn lekur.
Hann segir þá síundar hátt:
— Ja, flest er það sem lekur
hérna á staðnum. Er þá ekki
helv . . . kaleikurinn farinn að
leka. — R. G.
RlKUR bóndi á Norðurlandi
missti konu sína, ,er var góð kona
og' gegn, en lífsþreytt orðin, er
hún andaðist. Bóndi fékk tengda-
son sinn, sem var ágætur smiður
og bjó á sama bæ, til að smíða
kistuna utan um lík húsfreyju.
Mun hann hafa unnið verkið af
þeim hagleik, sem hann var
þekktur af.
Þegar smíðinni var lokið, kall-
aði smiðurinn á ekkilinn til að
líta á verkið og fá vitneskju um,
hvernig honum líkaði það. Bóndi
virti kistuna fyrir sér af mikilli
athygli og gekk í kringum hana
hring eftir hring, auðsjáanlega í
Þungum þönkum. Smiðurinn sá,
að hinum syrgjandi manni mundi
ekki þykja allt með felldu, svo
að hann spurði, hvað honum
þætti að. Svarið lét standa á sér,
en að lokum kom það, klippt og
skorið:
— Hefði ekki mátt komast af
með heldur færri nagla?
Tengdasyninum brá svo, að
hann gekk orðalaust út. Var hann
þó talinn talsvert aðsjáll og eyddi
áreiðanlega engu um skör fram.
— J. Ó. S.
RÉTT fyrir síðustu aldamót bar
svo við, að ellefu eða tólf ára
drengur kom til Seyðisfjarðar
ásamt öðrum með fjárrekstur.
Hann kom þar inn í búð eina
þreyttur og svangur, til að fá sér
eitthvað gott í munninn. Hann
var frekar tötralega til fara.
Ungur afgreiðslumaður tekur
hann tali og spyr, hvaðan hann
sé.