Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 127
MADAGASCAR
135
slakanir, sem voru of litlar og
komu of seint, og þjóSernissinn-
ar eyjarinnar heimtuðu sífellt
meira og meira.
Það var mikil blessun fyrir
Frakkland og Madagascar, að svo
vildi nú til, að hinn innlendi leið-
togi eyjarinnar var Philibert
Tsiranana. Þetta er skilningsgóð-
ur og skynsamur maður, sem er
ekki heltekinn þjóðernislegum
hleypidómum. Tsiranana fór ekki
dult með þá skoðun, að Mada-
gascar gæti ekki án Frakka verið
næstu árin. Er sumir Malagasyar
heimtuðu, að allir Frakkar væru
reknir úr landi, svaraði hann á
þessa leið: „Getið þið tekið við
símakerfinu og verið vissir um,
að þið getið ætíð haldið því í
góðu horfi? Nei, og slíkt getur
ekki heldur neinn ánnar Mala-
gasymaður .... ekki enn þá.
Þegar við getum það, munum við
verða færir um að senda Frakka
heim, en ekki fyrr“.
Þegar Frakkland bauð nýlend-
um sínum (nema Alsír) það árið
1958, að vera kyrrum í Franska
samveldinu (sem er hliðstætt
Brezka samveldinu) eða segja sig
úr því, mælti Tsiranana eindreg-
ið með því, að Madagascar skyldi
vera kyrrt, og næstum 80% þjóð-
arinnar kusu einnig þann kost-
inn. Eftir vingjarnlegar samn-
ingaumræður við Frakkland
tveim árum siðar, eða þ. 26. júni,
1960, hlaut Madagascar fullt sjálf-
stæði. Þetta gerðist svo árekstra-
laust, að margir Malagasyar
muna alls ekki, hvaða dag þetta
gerðist.
Næstum öll kommúnistaríkin
sendu fulltrúa sina flugleiðis til
Madagascar á sjálfstæðisdaginn.
Tsiranana tók á móti þeim af
kurteisi mikilli, sagði, að Mada-
gascar vonaði að geta orðið vinur
allra og þakkaði brosandi fyrir
gjafirnar, sovézk vín. En þegar
kommúnistarnir fóru að minnast
á, að löndin ættu að skiptast á
sendiherrum og undirrita við-
skiptasamninga, benti forsetinn
þeim á, að sjálfstæðið væri
Madagascar svo nýtt fyrirbrigði
og íbúarnir þyrftu því tíma til
þess að hugsa málið. Hann neit-
aði engum, móðgaði engan. En
samt er það nú svo, að Mada-
gascar hefur enn ekki komið því
i verk, að skiptast á sendiherrum
við nokkurt kommúnistaríki.
Tveir franskir hershöfðingjar
stjórna enn þann dag í dag
frönskum hermönnum. Skilti með
gömlu, frönsku gatnanöfnunum
hanga enn uppi. Enn er frönsk
tunga dáð. Tsiranana þiggur cnn
hjálp Frakka fegins hendi og er
þakklátur fyrir hana. En hann
veit, að einhvern tima verður
henni að vera lokið. Hann vill