Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 49
HUGLÆKNINGAR
57
ingamátt, er til. Til eru einstald-
ingar, sem gæddir eru þessum
mætti, og i öðru lagi er hægt að
framkalla þennan lækningamátt
með fyrirbænum. Hér er annað
hvort um að ræða hreint andlegt
fyrirbæri eða eðlisfræðilegt afl,
sem kemur fram við viss skit-
yrði og hefur enn ekki verið upp-
götvað af vísindamönnum.
2. Altur hlýhugur er mjög mik-
ilsverður hvað viðkemur andleg-
um lækningum. Þetta atriði er
samhljóða sálfræði nútímans.
3. Fólk með sérstaka persónu-
lega gerð er gætt þessum lækn-
ingamætti.
4. Menn eru ekki á eitt sáttir
um, hvort hæfileikamenn þessir
fá kraftinn hjá sjálfum sér eða
ná honum annars staðar frá —
ellegar um hvort tveggja sé að
ræða.
Allar rannsóknir á þessum
málum eru mjög erfiðar, þar sem
taka verður með mikilli varúð
framburði fólks í sambandi við
duiræn fyrirbrigði. Óskhyggja og
sjálfsblekking láta mjög á sér
bera i þessum efnum, enda þó
grandvarasta fólk eigi í hlut. En
samt er ekki skynsamlegt að
dæma allar dullækningar sem
blekkingu. Þessi mál eru nú kom-
in á það stig, að hugsandi fólk
þarf ekki að fyrirverða sig fyrir
að reyna að kryfja þau til mergj-
ar.
Hvers vegna „guð hjálpi þér“, er þú hnerrar?
HNERRI hefur ýmist verið talinn vera góður fyrirboði eða
slæmur frá ómuna tíð, og sá siður að segja: „Guð hjálpi þér“,
þegar þú hnerrar, eða eitthvað I þá áttina, er álitið komið alla leið
frá Forn-Grikkjum og Rómverjum. Ýmiss konar hjátrú var ríkj-
andi í sambandi við hnerra. Grikki mundi hafa farið I rúmið aft-
ur, ef hann heyrði einhvern hnerra, meðan hann var að klæða sig
að morgni dags. Aristoteles getur þess, að það að hnerra var gott
merki ef komið var fram yfir hádegi, og var svo allt til miðnættis.
Samkvæmt trú sumra hjá Gyðingum, var hnerri fyrirboði dauðans
allt frá Adam, unz bölvuninni, sem á hnerranum hvildi, var aflétt
vegna tilverknaðar Jakobs, og vegna Þess að upp var hvarvetna
tekinn sá siður að segja „guð hjálpi þér“, ef menn hnerruöu.
— Informations Roundup.