Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 123
MADAGASCAR
131
ann. En líklega hafa flestir þuml-
ungað sig vestur á bóginn í litlum
áföngum meöfram ströndunum:
um Indland, Arabíu og Austur-
Afriku. Á leið sinni hafa þeir
síöan blandað blóði við Afríku-
negra og flutt með sér svartar
eiginkonur eða þræla og marga
siði negranna.
Portúgalskur skipstjóri upp-
götvaði „Eyjuna stóru“ fyrir Ev-
rópumenn árið 1500, er stormur
hrakti hann af leið. En það var
ekki fyrr en árið 1777, að Evrópu-
maður komst að lokum inn á hið
ieyndardómsfulla hálendi eyjar-
innar og sneri siðan aftur með
furðulegar upplýsingar um
undrunarverðan „kynþátt ofur-
menna“, sem hann kallaði Mer-
ina. Merinarnir komu síðastir
ofangreindra Malaja- og Indónes-
íuþjóða, og þeir höfðu af ein-
hverjum ástæðum snúið baki við
hinum frjósömu lendum úti við
ströndina, þar sem lítið þurfti
fyrir lífinu að hafa, og haldið
upp á hálendið. í liinu hressandi
loftslagi þar uppi þróaðist hjá
þeim siðmenntað þjóðfélag. Það
var lítið, en einkenndist af fram-
takssemi og löngun til þess að
leggja undir sig alla eyjuna. Hin
mikla útþensla þess hófst undir
stjórn „Napóleons Malagasy-
anna“, öðru nafni Andrianampo-
inimerina, sem kallaður var
„Nampoina“ i daglegu tali. Hún
hélt áfram undir stjórn Radama
I, hins dugmikla sonar hans.
Radama náði tangarhaldi á þrem
eftirtektarverðum liðþjálfum, sem
hann hækkaði samstundis upp í
hershöfðingjatign. Það voru
franskur liðhlaupi, ólæs svert-
ingjakynblendingur frá Jamaica
og Skoti. Liðþjálfarnir þrír tóku
upp notkun hesta, nýtízku skot-
vopna, jafnvel fallbyssna og
mynduðu og þjálfuðu dugmikinn
her 15000 manna. Með hjálp hans
lagði Radama og næstu afkom-
endur hans undir sig' mestan
hluta Madagascar.
Radama batt endi á útflutning
þræla og flutti inn mótmælenda-
trúboða frá Englandi, sem hann
lét síðan stofna skóla. Hann las
biblíuna og var heillaður af sög-
unni um krossfestinguna, en á
þann hátt að vísu, að slíkt olli
hneykslun trúboðanna. Honum
fannst krossfestingin dásamlega
hugvitssamleg uppfinning og lét
reisa krossa, sem nota skyldi við
aftökur þær, er hann fyrirskip-
aði.
Er Radama liafði lært frönsku
og ensku af liðþjálfum sínum,
kvað hann upp þann úrskurð,
að ritháttur beggja þessara tungu-
mála væri fáránlegur, þar eð 'í
þeim úði og grúði fjöldi þögulla
bókstafa, sem aldrei væru bornir