Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 91
MAÐUR ÍRLANDS
99
þjóðina. Ef við hyggjum vel að
hverju spori, sem við stígum og
krefjumst ekki of mikils af stríðs-
þreyttu fólkinu, þá ættum við að
geta sameinað það á næstu tíu
árum“.
Það var í marz 1922, að hann
talaði þessi orð. Næstum upp á
dag, tiu árum síðar, eða í marz
1932, var hann kosinn forystu-
maður hinnar endurvöktu sjálf-
stæðishreyfingar, og þar með
var framþróunin tryggð.
Til Bandaríkjanna hafði de
Valera farið árið 1919 til að leita
viðurkenningar bandaríska þjóð-
þingsins á írska lýðveldinu, og
seinna stofnsetti hann þar í
landi félag írlandsvina (the
American Association for the
Recognition of the Irish Repu-
blic, skammstafað A.A.R.I.R.), og
urðu félagar þess fjölmargir í
öllum fylkjum Bandaríkjanna.
Þessi félagsskapur svo og önn-
ur samtök írskættaðs fólks í
Ameríku hélt málstað írlands
mjög á lofti, svo Bretar sáu sér
ekki- fært annað en að slaka
verulega á klónni. Fjárframlög
til styrktar sjálfstæðisbaráttunni
heima fyrir bárust í ríkulegum
mæli handan Atlantshafsins, og
varð það til mikillar hjálpar.
Fyrir tveim árum síðan lauk
stjórnmálaferli de Valera með
því að honum var stillt upp sem
forsetaefni lýðveldisins. Hann
tók engan þátt í kosningaundir-
búningnum, en sigraði þó glæsi-
lega.
Fyrir nálega sextíu árum sið-
an setti de Valera sér það tak-
mark að stuðla að viðreisn írsku
þjóðtungunnar. Nú þegar hann
er orðinn forseti, á hann auðveld-
ara með að beita áhrifum sínum
i þessa átt. Og við hlið sér hef-
ur hann kennarann sinn frá 1904,
— stúlkuna með kastaníubrúna
hárið.
Frú de- Valera hefur staðið
kyrrlát og ánægð í skugga
manns slns meðan á stjórnmála-
baráttunni stóð. Börnin eru
fimm, svo hún hefur einhvern
tíma haft nóg að gera. Hún hefur
stuðlað að viðhaldi írsku þjóð-
tungunnar í skólunum með því
að semja heppilegar kennslubæk-
ur og setja á svið þjóðleg leikrit.
Sem forsetafrú gefst henni nú
betri tími til að sinna þessum
áhugamálum sínum. Hún eyðir
drjúgum tíma í að semja leikrit
og safna þjóðlegum fróðleik.
Þannig rætist nú á efri árum
þeirra hjóna draumur ungdóms-
áranna, þegar þjóðernishreyfing
samlandanna var í deiglunni.