Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 93
MAÐURINN ÚTRÝMIR DÝRUNUM
101
þríbrotarnir (trilobite) og flug-
eSlurnar hurfu án aðstoðar
mannsins. Það eru uppi kenn-
ingar um það, af hvaða ástæðu
risaeðlunum varð ekki lífvænt á
jðrðunni, en enginn veit um þetta
með vissu fremur en orsakirnar
til úthalds sjóskjaldbökunnar,
sem hefur seiglazt gegnum alda-
raðirnar án þess að breytast
mikið.
Síðustu hundrað árin hefur
mannskepnan verið athafnasöm
við að gereyða ýmsum tegund-
um, en upphafið er að rekja
miklu lengra aftur í tímann. Ljón
hurfu úr Evrópu og fílar úr
Norður-Afríku á tímum Forn-
Rómverja, og var það af
mannavöldum. Siðustu ljónin i
Túnis og Alsir voru drepin 1891,
og nokkrum tókst að hjara í
Atlasfjöllunum 1 Marokkó til árs-
ins 1922.
Vera má, að maðurinn hafi
byrjað að höggva skörð i dýra-
tegundirnar þegar á steinöld.
Vissa er fyrir því, að steinaldar-
menn hafi veitt mammúta í Ev-
rópu og Ameriku, birni í Ev-
rópu og risaletidýr i Mið-Ame-
ríku. En erfitt er að færa sönn-
ur á, að þeir hafi gereytt þess-
um tegundum.
Stóru álkunni á eyjum Norður-
Atlantshafsins var útrýmt af
mannavöldum. En hvar sem
maðurinn hefur sett sig niður
á eyjum, hafa hundar, kettir og
svin fylgt honum, og í sumum
tilfeilum er erfitt að geta sér til
um, hvort það hefur verið mað-
urinn eða húsdýrin hans, sem
eyðingunni ullu.
Fornaldarspendýr Ástralíu og
Nýja-Sjálands hafa orðið fyrir
þungum búsifjum vegna manns-
ins. Þrettán tegundir af pokadýr-
um hafa dáið út i Ástraliu á þess-
ari öld, fyrst og fremst vegna
óbeinna áhrifa mannsins.
Þó er enn til sérkennileg teg-
und, sambland af pokadýri og
úlfi (marsupial wolf) á eynni
Tasmaníu. Tegund þessi var mik-
ið veidd fyrir löngu síðan, en
tókst að halda velli í afskekktum
fjaliahéruðum, og er nú friðuð.
(Frumbyggjar Tasmaníu liðu
undir lok árið 1876.)
Á síðustu öld tóku sykurfram-
leiðendur á Hawaii-eyjum og
fleiri eyjum upp á því að flytja
inn litið indverskt rándýr
(mongoose) til að halda í skefj-
um rottunum á sykurökrunum.
En rotturnar létu lítinn bilbug
á sér finna, en i staðinn féllu að
velli heilu tegundirnar af fugl-
um og skriðdýrum.
Svo langt aftur í timann sem
sögur herma, hefur maðurinn
gereytt fleiri tegundum af
spendýrum og fuglum i Norður-