Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 103
ER JÖRÐIN AÐ ÞENJAST ÚT?
111
ur til frumlífsaldar fyrir um 600
milljónum ára.
Sömu upplýsingar berast frá
sérhverri heimsálfu, þ. e. að
norðurheimsskautið hafi smám
saman hreyfzt úr stöðu sinni í
miðju Kyrrahafinu rétt fyrir
norðan núverandi miðbaug til
núverandi stöðu í innhafi því,
sem nefnt er Norður-íshaf, og
þetta hafi tekið nokkur hundr-
uð milljónir ára. Þessi álylctun
er i fullu samræmi við þær álykt-
anir, sém dregnar hafa verið af
rannsóknum á útbreiðslu jurta
og dýra um hnöttinn á sama
tímabili.
Þrír möguleikar:
Það er því um þrjá möguleika
að velja: a) báðar tegundir sönn-
unargagnanna eru órökstuddar
og rangar, b) snúningsmöndull
jarðarinnar hefur hreyfzt um 90
gráður síðan á frumlifsöld, c)
snúningsmöndull jarðarinnar
hefur smám saman færzt yfir
mýkra undirlag, líkt og runnið
til á því?Y svo að mismunandi
svæði á yfirborði jarðar hafa
komizt í heimsskauta- og mið-
baugsstöðu á hinum ýmsu tíma-
bilum. Séu sönnunargögnin á-
reiðanleg, þá er síðasta ályktun-
in sú líklegasta.
Nú kemur að einkennilegu mis-
ræmi. Upplýsingarnar, sem borizt
hafa frá hinum ýmsu heimsálf-
um um slóð hinna reikandi
heimsskauta yfir yfirborð jarð-
ar eru innbyrðis i samræmi, þ.
e. breiddarstigsstaða norður-
heimsskautsins hefur samkvæmt
upplýsingum frá öllum þessum
heimsálfum breytzt úr því að
vera nálægt núverandi miðbaug
og til núverandi stöðu heims-
skautsins.
En þegar slóð hinna reikandi
heimsskauta hefur verið rakin
frá Indlandi, Norður-Ameríku og
Evrópu miðað við lengdarbauga,
þá eru niðurstöðurnar ekki í
samræmi, og er þar um mikið
misræmi að ræða. Þetta gæti
bent til þess, að meginlöndin
hafi fjarlægzt hvert annað með-
an á flakki heimsskautanna stóð,
að stórfelld hreyfing megin-
landanna hafi með öðrum orðum
orðið samfara hreyfingu jarð-
skorpunnar í heild.
Sé svo, fæst um leið skýring
á upplýsingum þeim, sem stein-
runnar segulmagnaðar járn-
steinsagnir veita okkur, og einnig
fæst þá skýring á eftirtektar-
verðri breytingu á útbreiðslu
molabergs, dýra og jurta um
jarðkringluna.
Veilurnar í þessum tilgátum
hafa hingað til verið fólgnar í
þeirri staðreynd, að sönnunar-
gögnin hafa virzt í nokkru mis-