Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 54
C2
URVAL
anda, tekst bangsa í flestum til-
fellum að sveifla selnum upp á
ísinn og tryggja sér þar meS góSa
máltíS.
Oft sóla selirnir sig á vakar-
börmunum, þegar þeir telja enga
hættu nærri. En þeir eru samt
varir um sig og líta í kringum
sig meS stuttu millibili. Undir
þessum kringumstæSum notar
björninn sérstaka veiSiaSferS:
Milli þess, sem selurinn skimar
í kringum sig, skríSur björninn
í áttina en liggur grafkyrr, þeg-
ar seiurinn snýr höfSinu. Þegar
fjarlægSin er orSin mátulega lít-
il, tekur björninn undir sig stökk,
og þarf ekki aS spyrja aS leiks-
lokum, ef selnum tekst ekki að
demba sér niSur i vökina.
Einu skepnurnar, sem hvíta-
björninn óttast auk stórhvelanna,
sem eiga til aS ráSast á syndandi
birni, er rostungurinn. Hann er
þrisvar sinnum stærri en björn-
inn og hefur aS vopni langar,
hvassar vígtennur, og skrápurinn
er næstum óvinnandi. Rostung-
urinn getur hæglega elt björninn
uppi á sundi og drekkt honum.
En rostungurinn hefur lítið vit
i samanburSi við björninn. Eski-
móarnir skýra frá þvi, aS þeir
hafi séS birni læðast að mókandi
rostungum og rota þá með því
að kasta íshnullungum í haus-
inn á þeim.
Naumast er hægt að hugsa sér
meiri móðurumhyggju en birnan
sýnir afkvæmum sínum. Fengi-
timinn er á vorin, og eru dýrin
orðin kynþroslca þriggja til fjög-
urra ára gömut. Birnan grefur
sér bæli í íshól eða djúpan snjó.
Gottíminn er í janúar. ísbjörninn
leggst ekki í híði yfir veturinn
eins og frændur hans annars
staSar á hnettinum. Birnan held-
ur kyrru fyrir í greninu þar til
seint í marz eða snemma í apríl
og elur önn fyrir húnunum, sem
eru í mesta lagi tveir. Feldur
móðurinnar er svo hlýr, að
naumast ætti að væsa um litiu
bangsana. Birnan fer ekki frá
þeim fyrstu tvö árin, og á því
tímabili skiptir hún sér ekki af
karldýrinu, en einbeitir sér þeim
mun meira að því að kenna ung-
viðinu veiðilistirnar.
Þótt hvitabjörninn sé grimmur
og vanur frelsi víðáttanna, bregzt
hann betur við að vera fangi
manna en flest önnur dýr af
kaldari svæðum jarðarinnar.
Hann umber sumarhita i dýra-
görðunum ótrúlega vel. Hvíta-
björninn er vinsælt dýr á þessum
stöðum sakir fimi hans og
skringibragða — og hann veit af
því. Hjón ein i dýragarðinum í
Quebek hafa dýfingarbretti við
sundlaugina sína, en þau leika