Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 30
38
U R V A L
ið talin merkja það sem er heilt,
fullkomið og guðdómlegt. Og
þess vegna tákna fljúgandi disk-
arnir þrá mannssálarinnar eftir
hjálp og frelsun, sem hún álítur
að hvergi sé fáanleg nema lnin
komi frá guðdómlegum heimi. —
Ef lýsa ætti lífsskoðun Jungs
í fáum orðum, mætti segja, að
hún birtist fyrst og fremst sein
álcöf vörn fyrir einstaklinginn,
sem ógnað er af sameignarstefn-
um nútímans. En sameignar-
stefnuhugtak hans er þó mikhi
víðtækara en menn eiga að venj-
ast, því að hann telur, að ailar
skynsemiskenningar, sem afneita
hinu óræða hjá manninum, séu
„collectivismi" og stöðvi þroska
persónuleikans —• leiði til múg-
hyggju og hópgeggjunar.
Jung álítur, að skynsemin ein
nægi ekki til þess að maðurinn
geti fundið sjálfan sig, því að
það sé viðtekin regla nú á dög-
um að hugsa þannig, að menn
hætti að trúa hinu óræða eðli
sínu og loki þannig eyrunum
fyrir þvi, sem undirvitundin sé
að leitast við að segja þeim.
Það er tilgangslaust að reyna
að siðbæta heiminn, ef siðbótar-
maðurinn byrjar ekki á sjálfum
sér. „Kjarnorkusprengjan er
tákn um almætti mannsins“, seg-
ir Jung, „og ekkert er hættulegra
fyrir manninn, en sú skoðun, að
hann sé almáttugur, þvi að það
setur andlegt jafnvægi hans úr
skorðum. Hæfileikar mannsins á
sviði skynseminnar eru gífurleg-
ir, en sálfræðilegur þroski hans
hefur dregizt aftur úr. Það er
skýringin á hinum mikla tauga-
veiklunarfaraldri, sem nú gengur
yfir heiminn.
Jung kennir, að maðurinn verði
að skyggnast í sinn eigin barm,
því að einungis einstaklingur,
sem sé laus við villukenningar
um mannlegt eðli, geti boðið
sameignarstefnunni byrginn. Sé-r-
hver „sannur“ einstaklingur hafi
áhrif á þá, sem hann umgengst
og valdi þannig hægfara þróun
í mannssálunum.
Jung hefur oft verið kallaður
dulspekingur vegna skoðana
sinna, en er þó i rauninni miög
hagsýnn maður. Hann var ann-
álaður kraftamaður, og stundaði
garðyrkjustörf eða skemmtisigl-
ingar á Zurichvatni þar til hann
var kominn yfir áttrætt. Hann
kunni vel að meta gæði lífsins
og var m. a. mjög fær i matar-
gerðarlistinni.
Jung er svissneskur prestsson-
ur, fæddur 26. júli 1875. Hann
var bráðþroska, las latínu reip-
rennandi sex ára gamall. Hann
lagði stund á læknisfræði í Basel,
Ziirich og París, og réðist síðan
til Burghoelzli geðlækningastofn-