Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 38
4G
ÚRVAL
Acoma stendur á hömrum, sem
rísa 357 fet upp af hrjóstugri
hásléttu Nýju Mexíkó og er eins
afskekkt í dag og hún var,
þegar Alvarado sá fyrst grilla
í hana í rökkurbyrjun árið 1540.
Þetta er sannkallaður himnabær,
sem byggður er uppi á himin-
hárri, snarbrattri hamrabrún.
Hamrar þessir ná yfir 70 ekrur.
í bænum er fjöldi íbúðarhúsa,
verzlanir og dómkirkja. En samt
var hvert gramm byggingarefn-
isins í þennan furSulega bæ bor-
ið upp hamrana á bökum Aco-
mite-Indíánanna.
Kirkjan er byggð úr óbrennd-
um, sólþurrkuðum múrsteinum,
brenndum múrsteinum og stein-
limi, og það tók mörg ár að reisa
hana. Hinir risavöxnu bjálkar
kirkjunnar komu alla leið frá
Taylor-fjalli, kirkjugarðurinn
nmhverfis kirkjuna er steinkassi,
fullur af mold, 60 fet á dýpt, sem
tók áratugi að flytja að. Enginn
veit, hvenær íbúðarhúsin voru
byggð né hversu langan tíma það
tók hina þolinmóðu fætur i
Indiánailskónum að þramma upp
á hamrana með allt byggingar-
efnið, á horfnum öldum.
Einu sinni á ári efnir himna-
bærinn til hátíðahalda fyrir al-
menning, og skemmtiferðamenn-
irnir þyrpast að til þess að klifa
hina þverhníptu hamra, staulast
upp á háa klettahamrana, upp
einstigið, þar sem heita má, að
skríða verði á höndum og fótum,
drasla með sér myndavélunum
sínum og brenna af forvitni og
löngun til þess að ganga um göt-
ur bæjarins, taka myndir af ætt-
arhöfðingjum, sem hafa komið
saman, hátíðlegir á svip, eða
kaupa silfurmuni. Þessi hátiða-
höld eru þann 2. september, og
þá heiðra hin hljóðlátu Börn
Sólarinnar verndardýrling sinn
með veizlu og dansi.
En þeir fáu, sem fengið hafa
aðgang að Acoma í eina eða tvær
nætur, þegar engin hátiðahöld
hafa átt sér stað, muna ýmislegt
fleira; þeir minnast óljósra orða,
einkennilegra leynidyra efst á
húsum, sem þögulir menn hverfa
inn um, hins leyndardómsfulla
söngs frá samkomum Indíánanna,
sem engin Indiánakona má sækja,
hreyfingarlausra vera, sem standa
í rökkrinu á húsaþökum og snúa
mót sólarlaginu. Allt þetta ber
vitni um hið leynda líf Acoma,
sem enginn hvítur maður hefur
enn getað aflað sér viðhlítandi
upplýsinga um.
Ef maður vill heimsækja Ac-
oma, þarf maður á bifreið að
halda, hvassri sjón og likamlegu
þoli. Acoma hefur lítið samband
við aðra bæi og þorp Indíána og