Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 29
SÁLKÖNNVÐVRINN JUNG
37
hlaut heimsfrægð fyrir afrek sin
á sviSi geðlækninga, en i mörg
ár hefur hann farið sínar eigin
leiðir og ekki getað aðhyllzt
kenningar Freuds og lærisveina
hans.
Nú má heita að starfsdegi Jungs
sé lokið og hann hefur nýlega
skrifað endurminningar sinar.
Hann vinnur þó enn klukkustund
eða svo á hverjum morgni i
bókasafni sinu, og svarar síðan
bréfum, sem honum berast frá
vinum og starfsbræðrum um ail-
an heim.
Hann tekur lítinn þátt í sarm
kvæmislífinu og forðast að láta
bera mikið á sér. ,,Ég er ekki
sýningargripur,“ segir hann
stundum við blaðamenn. En
skoðanir hans á „fljúgandi disk-
um“ vöktu mikla athygli á sinum
tima og þá komst hann á forsiður
dagblaðanna.
Jung taldi þessi dularfullu fyr-
irbrigði vera það sem hann nefn-
ir „frumgerðir“, en það eru eins
konar sálrænar táknmyndir, sem
birtast í draumum manna, en
geta einnig látið mikið að sér
kveða í dagdraumum þeirra.
Geðlæknir verður þeirra greini-
lega var í hegðun taugaveiklaðs
og sálsjúks fólks. Samkvæmt
kenningu Jungs tákna frumgerð-
irnar hugmyndir, hvatir og til-
finningar, sem ná langt út fyrir
persónulegt líf einstaklingsins,
inn i þokukennda framtið og dul-
arfulla fortið mannkynsins.
Hann er þess fullviss, að í
heimi, sem er ofurseldur ótta,
og þrúgaður af lcenningum, sem
veita einstaklingnum engan
möguleika til aukins skilnings á
þessum sama heimi, hljóti mikil
breyting á sálarástandi mannsins
að vera yfirvofandi.
Jung heldur því fram. að
mannkynið þrái frelsara og að
fljúgandi diskarnir séu eins kon-
ar freisara-tákn nútimamannsins
og um leið eftirtektarverðasta
frnmgerð okkar tíma. Hann seg-
ir, að hvort sem þessir furðu-
hlutir séu raunverulega til eða
ekki, þá sé sú staðreynd, að svo
margir telja sig hafa séð þá, vott-
ur þess, að undirvitund mannsins
þrái betri og friðsælli heim.
Hann bendir á hliðstæðu frá
17. öld, þegar hinar miklu trúar-
styrjaldir geisuðu í heiminum og
skiptu þjóðunum í , jafnharð-
snúnar og andstæðar fylkingar
og nú. Þá héldu þúsundir Ev-
rópumanna því fram, að þeir
hefðu séð dularfullar, gular skíf-
ur eða „diska“ hverfast um sól-
ina. Menn töldu þetta teikn á
himninum boða nýja og betri
tíma.
Tákn eins og hringur, hring-
flötur og teningur hafa alltaf ver-