Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 52
60
ÚRVAL
var í nágrenninu, fyrr en aðeins
fimmtán stikur aðskildu okkur.
En þó stóð ég á þilfarinu á báti
og var að svipast um eftir björn-
um. Svört snoppan gal' mér til
kynna, hvers kyns var.
Björninn veit, að trýnið er
gjarnt á að koma upp um hann,
og þvi dylur hann það venjulega,
þegar hann bíður eftir bráð eða
læðist. Þekktur veiðimaður 1
norðurhöfum fylgdist einu sinni
með tveim björnum, sem sátu
á ís við sjóinn og huldu svört
trýnin vandlega með loppunum.
Skyndilega birtist selur, sem ætl-
aði upp á ísinn. Annar björninn
var ekki seinn á sér að bregða
öðrum hramminum undir seiinn
og sveifla þessum tvö hundruð
kilóa fleskbita upp á ísinn.
En það er fleira furðulegt við
ísbjörninn en jötunefldir kraft-
arnir. Hann er einnig gæddur
undursamlegu lyktnæmi. Hann
getur fundið ilm af selspiki um
tuttugu mílna veg, og þetta not-
færa veiðimennirnir sér. Með því
að brenna selspik geta þeir lokk-
að til sín birni úr mikilli fjar-
lægð. Olsen stýrimaður, sagði
mér frá mönnum, sem fóru í leið-
angur sumarið 1960 til að taka
myndir af ísbjörnum. Þeir festu
Havella við ísjaka og báru eld
að selspiki. Eftir klukkustund
sáu þeir, hvar björn kom synd-
andi i áttina til þeirra. Hann
sveiflaði sér upp á ísinn, gekk
að kaðlinum, sem akkerið var
fest við, og tók að draga bátinn
að með hrömmunum.
Bátverjar kræktu flygsum af
spiki á löng prik og réttu það út
fyrir borðstokkinn. Björninn,
sem var yfir tíu fet á lengd, reis
upp á afturfæturna og tók að
gæða sér á spikinu. Þessu fór
fram í hálfa klukkustund, og á
meðan lágu menn ekki á liði sínu
við að filma atburðinn. Þegar
bangsi hætti að fá hið gómsæta
spik, hljóp illska í hann, og hann
dró bátinn nær á akkerisfestinni
og hnipraði sig saman og gerði
sig líklegan til að stökkva upp í
bátinn.
„Ekki var annað sýnilegt, en að
skepnunni væri rammasta alvara
með að gera árás á okkur,“ sagði
Olsen. „En björn í vfgahug er
geigvænlegt umhugsunarefni fyr-
ir þá, sem til þekkja. Þess vegna
urðum við að senda honum kúlu,
enda þótt það hafi alls ekki ver-
ið ætlunin.“
Margir rannsóknarmenn halda
því fram, að ísbjörninn ráðist
ekki einungis á menn, þegar hann
telur sig i hættu staddan, heldur
eigi líka til að elta menn uppi til
að gæða sér á þeim. Vanur veiði-
maður hefur sagt: „Við félagarnir
sáum tilsýndar selveiðiskútu