Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 137
PÁFINN 1 RÓM
145
Stundum fer hann í stutta öku-
ferð í öðrum hvorum bílanna
sinna upp til gömlu trjágarðanna,
sem þekja næstum helminginn af
landsvæði hins litla Vatikan-
rikis.
Hann nemur staðar til að
flytja bæn sína fyrir framan eft-
irlíkingu af hellinum í Lourdes.
Stundum dvelur hann þar í allt
að klukkustund. Seinna tekur
hann sér gjarnan göngu og sveifl-
ar þá silfurbúna Malakka-stafn-
um sínum og rabbar við þá, sem
kunna að verða á vegi hans.
Klukkan hálfgengin átta kem-
ur heimilisfólkið saman og páfi
les fram bæn. (Rosary). Kvöld-
verður er klukkan átta, svipaður
matur og um hádegið, en léttari.
Þar með er starfsdagur páfans
liðinn, nema hann sé upplagður
til að vinna lengur, en það kemur
stundum fyrir.
Hjartaveilur fundnar með aðstoð segulbands.
Rannsóknir hafa leitt í ljós, að í níu af tiu tilfellum er hægt
að finna hjartaveilur, sem ekki var vitað um með því að taka
hljóð hjartans upp á segulband og hlusta á það síðar.
Tilraunin var gerð á 33,026 skólabörnum í Chicago og kom
í Ijós, að 64 þeirra höfðu einhvers konar hjartaveilur. Flestar
voru þær meðfæddar eða afleiðingar af gigtarsótt, sem skilur
eftir ör á hjartalokum og vöðvaveggjum. Segulbandsupptakan
stóð yfir í kringum 25 sekúndur hjá hverju barni, og voru að
meðaltali 250 börn tekin fyrir á dag. Síðan lásu sérfræðingar
úr upptökunum.
Kjarnastöð til afnota á tunglinu.
Verkfræðingar við bandaríska fyrirtækið Westinghouse Electric
hafa smíðað létta kjarnastöð, er framleiða á rafmagn fyrir tæki,
sem lent verður á tunglinu. Stærð stöðvarinnar verður 60 vött.
Orkugjafinn er geislavirkur ísótóp, Kurium 242. Hitinn, sem
Kurium gefur frá sér, breytist beint í rafmagn. Stöðin endist í
þjá mánuði, en orka hennar minnkar að sama skapi og dregur
úr geislavirkni ísótópsins.